Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 197
Skímir
Áttatáknanir í fornritum
193
í ljós, eru ýmsir hlutir í Njálu betur skýranlegir, ef gert er
ráð fyrir, að hún sé skaftfellsk fremur en austfirzk, og allt
virðist augljóst um málfar hennar, ef gert er ráð fyrir, að
höfundurinn hafi verið skaftfellskur.
En úr því að út = vestur er nú algengt um alla Skaftafells-
sýslu austur að öræfum, hlýtur það að hafa breiðzt út austur
á bóginn. Það er ekki heldur erfitt að skýra, þar sem Vestur-
Skaftafellssýsla hefur, svo öldum skiptir, verzlað vestur á bóg-
inn: við Eyrarbakka, Hafnarfjörð eða Reykjavík.
Eftir er að líta á fram í Njálu og öðrum sögum. Skráin
sýnir, að það er sjaldgæfara á Vestur- og Norðurlandi en á
Austur- og Suðurlandi. Jafnvel þótt við norðlenzku textana
væri bætt 7 dæmum úr Grettis sögu og 1 úr HeiSarvíga sögu,
mundu hlutföllin lítt raskast. En nú skal hlaupið yfir öll
dæmi nema þau, sem geta merkt annaðhvort = út til sjávar
(sunnlenzka nú á dögum) eða = inn til fjalla (norðlenzka og
austfirzka nú). En dæmin eru þessi:
Grettis saga: Grettir .. . reiS á brott ok fram á veginn til Reykja (— út)
153.
Reykdæla: Hrói sendir þrælinn at vita, hvára leiS þeir fœri, hit fremra
eSr hit efra um hálsa (= hit ytra) ViiB-llT.
Ilrafnkatla: Freyfaxi gengr í dalnum fram (= inn) 997; síSan var fœrt
í sel fram í Hrafnkelsdal (= inn) 9920—21; gengr hann þá fram
(= inn) yfir ána Grjótteigsá. Hon fell fyrir framan (= innan) selit
1005-6 og þrjú dæmi í viðbót.
Fljötsdœla: QlviSr bjó ferS sína upp í FljótsdalsheraS til grasa, allt fram
(= inn) at jQklum 510.
Njála: fóru til hesta sinna ok riSu yfir ána ok svá fram (= inn) HjarSar-
holts megin 556; munu þeir œtla, at vér ríSim austr á fjall . . . Mun
þangat eptir ríSa mestr hluti liSsins, en sumir munu ríSa et fremra
(= et ytra eða et néSra) austr til Seljalandsmúla 30830—3091; fóru
sumir et fremra (= et néSra) austr til Seljalandsmúla, en sumir upp til
FljótshlíSar, en sumir et ofra um Þríhyrningshálsa ok svá ofan í GoSa-
land. Þá riSu þeir norSr allt til Sands, en sumir til Fiskivatna ok hurfu
þar aptr, sumir austr í Holt et fremra (= et ytra) 3107-11.
Nokkur af dæmunum í Njálu og eitt í Fljótsdælu eru
tvíræð: gætu þýtt annaðhvort út eða inn. Undarlegt er
13