Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 198
194
Stefán Einarsson
Skímir
lika að finna merkinguna út tvisvar á Norðurlandi og inn
einu sinni á Suðurlandi, gagnstætt málvenju nú. Aðeins á
Austurlandi er fram — inn reglulega í tveimur sögum. Njála
er ekki sjálfri sér samkvæm, en þó finnast i henni dæmin
et fremra = ct ytra, þar sem merkingin er alveg eins og nú
á Suðurlandi. Svo er að sjá sem nútímamerkingar fram hafi
verið að myndast á 13. öldinni, en hvergi náð festu nema í
Hrafnkötlu.
Margar spumingar vakna í sambandi við þessa tvöföldu
þróun fram. Af hverju þróast sérmerkingarnar á Austur- og
Suðurlandi, en ekki Norður- og Vesturlandi? Og hvers vegna
verður merkingin = inn á Austurlandi (Fljótsdalshérað), en
= út á Suðurlandi (Njála)? Verður að hafa í huga, að fram
virðist hafa verið tekið upp, bæði eystra og syðra, til þess
að fylla upp í eyður á kerfum áttatáknananna. Á Norður-
og Vesturlandi var kerfið gert úr andstæðunum inn:út, upp:
ofan, sem blönduðust lítt, en það, sem var, þá mátti nota
inn:út fyrir upp: ofan, en ekki öfugt. 1 Fljótsdal var kerfið
ófullkomið: upp:ofan, út; hér var því tækifæri til að nota
fram í stað inn, sem var ekki notað (af því að landnáms-
mennirnir gátu að ætlun minni sagt inn fjörðuna, en urðu
svo að fara upp yfir fjall). Á Suðurlandi var kerfið enn ein-
faldara, aðeins upp:ofan, en fullkomið og eyðulaust, að því
er virðist. Hvaðan kom mönnum þá freisting til að bæta fram
= út í þetta fullkomna og einfalda kerfi? Þegar að er gáð,
á það ekki alls staðar jafnvel við. Það á bezt við þar, sem
landi hallar með meira eða minna bratta frá fjöllum til
sævar: upp til fjalla, ofan til sævar. Verr á það við á mar-
flötum sléttum eins og í Landeyjum og víðar á Suðurlands-
undirlendinu. Á þessu marflata landi hefði verið hentugt að
hafa áttatáknanir, sem þýddu út til hafs, inn til lands, án
þess að þurfa að gefa það í skyn, að landið væri hærra (upp)
eða lægra (ofan). Hér á Suðurlandsundirlendinu var fram
þá tekið upp til að þýða fram til sjávar og inn til þess
að gefa í skyn inn til lands, ef trúa má því, að allmörg ör-
nefni í þessum sveitum séu gömul. En hví tóku íbúar Suður-
landsundirlendisins þá ekki beint upp hinar vest- og norð-