Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 199
Skímir
Áttatáknanir í fornritnm
195
lenzku andstæður út: innl Af því að út hefur eflaust frá elztu
tímum verið notað í merkingunni vestur á Suðurlandsundir-
lendinu — austur að Fúlalæk. Sbr. Landnámu.
Þannig virðast mér öll merki benda til þess, að frarn = út
hafi myndazt á sjálfu Suðurlandsundirlendinu.
Enn verður að spyrja, hvort fram hafi verið sérstaklega
vel fallið til að taka þessa nýju merkingu og þá hvers vegna.
Það væri auðskildara, ef hægt væri að sýna, að það hefði
áður verið notað í merkingum, sem lágu nærri hinni nýju
merkingu. Og það er heldur auðvelt að finna gamla merk-
ingu, sem hefði getað þróazt í sunnlenzku merkinguna: út.
Þetta er merkingin í dæmum eins og fram á árbakkann, fram
í nesit, fram í vatnit. Slík dæmi finnast víða í sögunum, t. d.
í Grettis sögu (sbr. dæmi bls. 175 hér að framan), líklega í
Nfálu 13921: fram at Rangá (austur frá Knafahólum) kynni
að vera af þessari tegund.
Aftur á móti er ókleift að leiða merkinguna ,fram til
fjalla' af þessari eldri þýðingu. En að merkingin ,fram til
fjalla1 sé gömul, má ráða af því, að Fritzner þekkir hana
í nýnorsku. Hann gizkar á, að orðið hafi upphaflega verið
notað um staði langt frá (= fram) bæjum. Nú voru bæirnir
ávallt nálægt sjó, en staðir inn við fjarðarbotn eða uppi við
fjöll mundu vera lengst burtu; því hafi verið sagt frarn dalinn.
Eg verð að segja, að mér skilst þessi skýring Fritzners miðl-
ungi vel. Aftur á móti hefur mér komið til hugar, að fram
hafi losnað úr tengslum við hreyfingarsagnir, þar sem það
þýddi áfram: riZu þeir fram mátti nota, hvort sem menn riðu
fram dalinn eða fram til sævar. Ef til vill er þessi merking
í riÖu þeir fram á Beitivgllu í Njálu 3311:l, þar sem áttin
er hvorki út né upp, heldur vestur. Vera má, að öðrum takist
betur en mér að skýra þetta.
Annars vona eg, að eg hafi fært að því nokkrar líkur, hvers
vegna fram var tekið til notkunar á Suðurlandsundirlendinu.
Líkurnar til þess, að það væri tekið upp á Fljótsdalshéraði,
eru ekki eins miklar. Og enga skýringu kann eg líklega á því,
hvers vegna fram = inn breiddist út vestur frá Fljótsdals-
héraði um allt Norðurland. Þó er líklegt, að í Þingeyjarsýslu