Skírnir - 01.01.1953, Page 200
196
Stefán Einarsson
Skímir
standi það í sambandi við það, að inn var þar notað í merk-
ingunni ,vestur‘: inn til Akureyrar, bæði að fornu og nýju.
En hvers vegna tóku Eyjafjörður, Skagafjörður og Húnavatns-
sýsla upp þessa austfirzku málvenju?
Yfirleitt virðist mér það með ólíkindum, að nokkur mál-
venja gæti breiðzt vestur á bóginn úr Héraði austur. Meiri
líkur væru til þess, að mállýzkur breiddust út frá Norður-
landi austur, t. d. frá Hólum, biskupssetrinu í Skagafirði.
Kannske má með nákvæmri leit í Fornbréfasafninu svara
þessum spumingum á skiljanlegri hátt en eg hef getað látið
mig dreyma um hér.
Munur á fornri málvenju og nýrri.
Nú skal birt yfirlit yfir hina fomu málvenju með saman-
burði við hina nýju, eins og eg lýsti henni í fyrri grein minni.
I. Því nær „rétt“ notkun á vestr, norSr, austr, su'Sr:
1. Algeng í Landnámu og AustfirSinga sögum. Vafa-
samt, hvort líta ber á þetta sem forna venju eða bók-
mál; líklega þó bókmál í Landnámu. f nútímamáli
er slík notkun sýnilega bókmál.
2. Með því að norrænir menn sigldu eftir leiðarstjömu,
hafa réttar áttir hlotið að vera kunnar þeim á hafinu,
enda munu lýsingar á siglingaleiðum, sumar hverjar
a. m. k., bera vitni um það. Þannig er það nálega
rétt, sem Landnáma segir, að menn sigli vestr frá
Hernum í Noregi að Hvarfi á Grænlandi. Nú á dög-
um eru „réttar“ áttir notaðar af sjómönnum á hafinu.
3. f fornu máli virðast orðin hánorSr, hásuSr o. s. frv.
ekki koma fyrir.
4. Við og við virðist norSr o. s. frv. hafa verið notað „rétt“
um hús eða staði í nágrenninu. Sbr. Sturlungu I, 7214
(norSr eptir fjalli); I, 20117 (norSan at túni). Sömu-
leiðis í nútíðarmáli: fyrir austan, norSan kirkjuna.
5. í fornu máli virðist vestan, norSan, austan og sunnan
hafa verið notað „rétt“ um veður og vind. En í þeim