Skírnir - 01.01.1953, Side 201
Skímir
Áttatáknanir í fornritum
197
samböndum mátti líka nota milliáttiraar: landnorSan,
landsunnan, útnorðan, útsunnan; virðast þær hafa
verið notaðar því nær eingöngu um veðrið, enda voru
af þeim dregin veðuraöfnin: landnyrðingr, landsynn-
ingr, útnyrZingr, útsynningr. Sjá forníslenzkar orða-
bækur. Menn hafa fyrir löngu skilið, að þessi átta-
tákn hafa hlotið að myndast á vesturströnd Noregs,
þar sem vestr er = út og austr = inn til lands.
II. „Rangar“ málvenjur í notkun vestrs, norSrs, austrs, su<5rs:
1. Vestr, norðr, austr, suðr er venjulega notað um
ferðalög til fjórðunganna: Vestfirðinga-, Norðlend-
inga-, Austfirðinga- og Sunnlendingafjórðungs. Tak-
mörk fjórðunganna voru Hvítá í Borgarfirði, Hrúta-
fjörður, Langanes og Jökulsá á Sólheimasandi. Nú er
venjulega talað um Vestur-, Norður-, Austur- og Suður-
land, en takmörkin milli Austur- og Suðurlands hafa
færzt alla leið austur til Lónsheiðar. Annars er mál-
venjan mutatis mutandis hin sama nú og að fornu.
2. I mörgum héruðum hefur myndazt málvenja, þar sem
önnur áttin er þvínær „rétt“, en andstæðan „röng“.
Þessi „ranga“ málvenja virðist ekki hafa verið eins
almenn í fornu máli og nú á dögum.
A. Á Vesturlandi:
a) Því nær alls staðar: suðr.-vestr (= norðr N, NV).
b) Á suðurströnd Snæfellsness: út:suðr (A, SA).
Sömuleiðis í nútímamáli.
B. Á Norðurlandi:
Alls staðar: vestr :norðr (= austr A, NA).
Alveg eins í nútímamáli.
C. Á Austurlandi: Að fornu
a) Fljótsdalshérað austr :vestr
b) Austfirðir nyrðri norðr:suðr
c) Austfirðir syðri
d) A.-Skaftafellssýsla
Að nýju
austur: norður
norður:suður
austur: suður
norðr: suðr
(austr: vestr)
austr: vestr austur: suður
(Njála)