Skírnir - 01.01.1953, Síða 204
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ÚR FÓRUM ÞORSTEINS SKÚLASONAR
Hinn 16. júlí 1891 lézt vestur í St. Peter í Minnesota Þor-
steinn Skúlason, sonur séra Skúla Gíslasonar að Breiðabólstað
í Fljótshlíð og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, prests Helgasonar í
Reykholti, er Jónas Hallgrímsson orti eitt sitt bezta kvæði
eftir.
Þorsteinn Skúlason var fæddur að Breiðabólstað 29. nóv.
1864, en settist í fyrsta bekk Latínuskólans í Reykjavík haust-
ið 1881. Sóttist honum námið í seinna lagi, var í 3. hekk
veturinn 1884—85, en síðan utan skóla um hríð. Fór svo,
að hann lauk aldrei burtfararprófi og réðst loks til Ameríku-
ferðar sumarið 1887. Var hann að einhverju leyti á vegum
séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg, en ákvað haustið 1890
að hefja guðfræðinám í norskum skóla í Minneapolis og
gerast prestur meðal Vestur-Islendinga. Séra Skúli, faðir hans,
hafði látizt síðla árs 1888 og Þorsteini þá tæmzt nokkur arfur,
er hann hugðist verja sér til skólagöngu. Gekk honum námið
vel um veturinn, og gerðist hann í sumarleyfinu 1891 kenn-
ari við norskan barnaskóla í Minnesotaríki. En þá brá svo
við, að hann veiktist hastarlega og var fyrst komið til séra
Steingríms N. Þorlákssonar í Minneota, en þaðan á spítala
í St. Peter, þar sem hann lézt, sem fyrr segir, hinn 16. júlí.
Var hans minnzt að nokkru og andláts hans í Lögbergi 22.
júlí og í septemberhefti Sameiningarinnar 1891.
Fyrir skömmu rakst sonur séra Steingríms, Þorbjörn læknir
Þorláksson í Winnipeg, á fáein kvæði eftir Þorstein og bréf
til hans, er lent höfðu í eigu séra Steingríms við andlát Þor-
steins. Er þar m. a. bréf það, er hér verður birt á eftir, frá
Guðrúnu, móður Þorsteins, er hún skrifaði honum að séra
Skúla látnum. I kvæði, sem Þorsteinn orti við andlátsfregn