Skírnir - 01.01.1953, Page 205
Skírnir
tJr fórum Þorsteins Skúlasonar
201
föður síns, sést, að honum hefur fundizt fátt um vesturför
sonarins. Ætla ég að birta 3 erindi úr þessu kvæði Þorsteins:
Ég kvaddi þig dapur í síðasta sinn,
þá sigldi’ eg til framandi landa,
mér fannst þá ei opinn faðmurinn þinn,
þin föðurhönd strauk þá ei tár min af kinn,
ég einn vildi stríða og standa.
En löng hefur síðan reynzt lífsstundin sú
og lýjandi margbreytta stríðið. —
Þó komst ég að raun um, að Kristí trú,
sem kenndir með djörfung sjálfur þú,
er ljósið í gegnum allt lifið.
Ég hafði þá von að fá á þinn fund
að flytjast heim aftur um sjáinn,
en þá kom um kyrrláta kveldsins stund
sú kveljandi fregn — sú blæðandi und:
Nú er hann — nú er hann dáinn.
Meðal bréfanna til Þorsteins, sem eru reyndar aðeins þrjú,
er eitt gamanbréf í ljóðum frá Benedikt Gröndal. Var Bene-
dikt kennari við Latínuskólann fyrstu tvo vetur Þorsteins þar,
þ. e. fram á vor 1883. Hafa einhver sérstök kynni tekizt með
þeim, því að Benedikt hefði varla að öðrum kosti skrifað Þor-
steini slíkt bréf. Þorsteini hefur verið komið fyrir, eftir að
hann fór úr 3. bekk, á Gilsbakka til náms hjá séra Magnúsi
Andréssyni. Hefur Benedikt sent honum ljóðabréf sitt þang-
að einhvern tíma 1885, svo sem sést á yfirskrift bréfsins.
Hefur Þorsteinn svarað því, einnig í ljóðum, í febrúar 1886.
Handbragð Benedikts á bréfinu er hið fegursta og það
skrifað til skiptis með bláu og rauðu bleki. En eitthvað hefur
honum blöskrað orðbragðið í upphafi bréfsins, úr því að hann
hafði það með grísku letri. Verður ljóðabréfið nú prentað hér
á eftir fyrrnefndu bréfi Guðrúnar, ekkju séra Skúla Gísla-
sonar.