Skírnir - 01.01.1953, Page 207
Skímir
Úr fórirm Þorsteins Skúlasonar
203
dreyrði ekki, enda voru kjálkamir famir að stirðna, þegar
hann kom, af því ég breiddi minnst ofan á höfuðið. Það sá
lítið á líkinu, nema það blánaði nokkuð í 18 daga, sem hann
stóð uppi, og talsverð nálykt var komin. Ég lét ekki skrúfa
lokið á, fyrr en rétt áður en farið var að halda húskveðjuna.
Það gjörði séra Ólafur í Guttormshaga. Séra Kjartan hélt
ræðu og gróf hann. Sér[a] M. Helgason hélt ræðu í kirkjunni
og séra Oddgeir ræðu við gröfina óbeðinn. Ég sendi þér nú
allar ræðurnar og erfiljóð eftir séra Helga, sem ég lét prenta
og útbýtti við jarðarförina. Ég hafði okkar gömlu vinnumenn
fyrir líkmenn: Munda í Kvíhólma, Jón á Butru, Lása á Garðs-
stöðum, Einar í Miðey, Dóra á Kotmúla og Bensa. Prestar
báru hann út úr kirkjunni. Hann var jarðaður 20. desemher.
Það voru öll hjón úr öllum sóknunum og þar að auki allir
prestar og nokkur hjón, t. d. frá Skúmst[öðum], Hala, Selalæk,
Reynifelli. Séra Benedikt gamli kom líka. Helgi og Hannes
komu viku á undan og fóru á þriðja. Soffía og Gunnlaugur
vom um viku og gekk óttalega illa heim, en þó slysalaust.
Jónsi fylgdi þeim heim.
Berðu hjónunum þímun mína innilegustu hjartans kveðju.
önnur erfiljóðin séra H. bið ég þig fá séra Jóni ásamt
kærri kveðju.
Bréf Gröndals.
Reykjavík, einhvern tíma 1885.
Ó STEINI!
Erkiberserkur austurlands! Hvern andskotann veit jeg um
skóla-kúrsus! Til hvers er að spyrja mig um skóla-bækur?
Jeg held jeg fái mér annað til að gera en að grufla eptir
ómerkilegum skítaskruddum eins og Ingerslevs lexikoni eða
Granzows geografíu.1)
Póesíunnar skröggur skir
Skjaldbreiðar örn og tígrisdýr
1) Þessa málsgrein, nema fyrstu tvö orðin, hefur Gröndal skrifað með
grisku letri.