Skírnir - 01.01.1953, Page 214
STEFÁN EINARSSON
SMÆLKI ÚR ÍSLENDINGASÖGUM
Ef Hrafnkatla er eins síðalin og Nordal ætlar, væri ekki ólíklegt, að
heyra mætti í henni bergmál nokkurt frá eldri sögum. Nú er J)að svo,
að Nordal hefur hlustað eftir þessu og ekki fundið margt, sem með vissu
stafaði fré eldri sögum, en hann hefur að sjálfsögðu skýrt frá því, sem
telja má öruggt.
Það, sem eg get bætt við athuganir hans, er því bæði lítilfjörlegt og
óvíst, en þó e. t. v. þess virði, að getið sé um það. Það er þá fyrst, að
fótarmein Þorgeirs Þjóstarssonar í Hrafnkötlu hefur stundum minnt mig
á fótarmein Þórhalls Ásgrímssonar í Njálu, þó að þar sé margt ólíkt.
Bæði hafa allmerkilegu hlutverki að gegna, hvort í sinni sögu, og bæði
kvelja menn á alþingi.
Frásögnin um liðsbón Sáms minnir talsvert mikið á ölkofra þátt.
Þegar Skafti stefnir Ölkofra, er karl málóði og stórorður og hyggst munu
hafa ærinn styrk ölvina sinna. Þá er þeir bregðast, fer ölkofri í liðsbón
til höfðingja og fær svipuð svör og Sámur:
ölkofra þáttur (1. kap.):
þeir svQruðu allir á einn veg, at
þau ein kaup hefði þeir við átzk,
at þeim var ekki vilnat í, sQgðu, at
þeir mundu eigi þeim birni beitask
at deila um mál hans við ofreflis-
menn slika.
Hrafnkatla (3. kap.):
einn veg svQruðu allir, at engi
kvazk eiga svá gott Sámi upp at
gjalda, at ganga vildi í deild við
Hrafnkel goða ok hætta svá sinni
virðingu.
Dag einn gengur ölkofri í búð Þorsteins Síðu-Hallssonar, biðst liðs,
fær afsvar, gengur út og grætur utan búðarveggs. En Broddi Bjarnason,
mágur Þorsteins, tvítugur og framgjam, heyrir á og fær Þorstein til
að lofa styrkinum. Er þá kallað á ölkofra, grátandi undir búðarveggn-
um. Á sama hátt „fær Þorbimi [karli] svá mjQk, at hann grætr“, áður
en Sámur nær fulltingi Þjóstarssona með atfylgi hins yngra og fram-
gjamara bróður. Hér eru hlutföllin og tafl persónanna eiginlega alveg
eins í ölkofra þætti og Hrafnkötlu.
Þegar Þorgeir hefur heitið þeim félögum liðveizlu, segir hann að lok-
um: „„Gangið nú heim ok verið kátir, af því at þess munu þit við þurfa,
I