Skírnir - 01.01.1953, Síða 218
214
Stefán Einarsson
Skírnir
þctta fœri fram, at þegar mundi slá í bardaga, ok mundi hverr várr fé-
laga drepinn vera á foetr öðrum. En því sagða ek þér þat eigi til, at ek
kunna skap þitt at því, at þú mundir engan gaum at gefa, ef ek fynda
þat til. En ef eigi væri þat, þá hirta ek aldregi, þótt þú dræpir hann í
kirkjufriði eðr í þinghelginni." (The Saga of Thorgils and Haflidi, ed.
H. Hermannsson, bls. 18—19).
Þá kemur spumingin: Hvor frásögnin er upprunalegri? Enginn vafi
er á þvi, að sögn Þorgils sögu er sýnu einfaldari en frásögn Laxdœlu
og í fastara samhengi við aðalsöguþráðinn. 1 raun og veru sé eg ekkert á
móti því, að sögn Þorgils sögu kunni að vera sannsöguleg. Að minnsta
kosti er hún í sögunni eðlilegur undirbúningur undir það, sem koma skal:
handhögg Hafliða. Þrjú atriði aðeins koma til greina:
1) Þorgils tekur eftir því, að öxi hans muni taka til Hafliða.
2) Böðvar letur hann atgöngu og ber við kirkjuhelgi (Pétursmessudag).
3) Eftir á játar Böðvar, að hann hafi latt, ekki vegna kirkjuhelgi, held-
ur vegna ofurefli liðs.
Kapítulinn í Laxdælu virðist skrifaður til þess að sanna mönnum
framsýni Halldórs Olafssonar. Hann sér allan fundinn fyrir, lætur Beini
standa yfir þeim með reidda öxi að höfði Þorsteini og sendir menn á bæi
eftir liði. Þeir Þorkell og Þorsteinn setjast að honum, nálega á skikkju
hans, en þegar þeir ætla að kúga hann til að afhenda landið, þá sprett-
ur hann upp og spáir Þorsteini því, að bolöxi muni standa i höfði hon-
um, en Þorkatli því, að hann muni spenna um þöngulshöfuð á Breiða-
firði, áður en hann láti land sitt af hendi. Siðan gengur hann heim, en
lið drífur að bænum, —• og þar með er lokið því, sem likt er með sög-
unum báðum, Þorgils sögu og Laxdœlu.
Þó að frásögnin í Laxdœlu sé bæði spennandi og skemmtileg, þá eru
á henni agnúar, sem mér virðast bera því ljóst vitni, að höfundur hafi
haft í huga (eða fyrir sér skrifaða) frásögn Þorgils sögu, en ekki tekizt
að fella hana miskviðalaust inn í sögu sína. í Þorgils sögu er hin fyrir-
hugaða árás ein rökheld heild. 1 Laxdælu er samhengið, þegar að er gáð,
allt annað en rökrétt, og þar fellur árásin í tvennt:
A) Á fundinum ætlast Þorsteinn til þess, 1) að Þorkell ráðist á Hall-
dór, 2) en hann gerir það ekki, 3) af því að hann sér Beini með
öxina reidda að höfði Þorsteini.
B) Eftir fundinn 1) vill Þorsteinn aftur veita Halldóri atgöngu (eftir
að hann er kominn inn í bæ!), 2) en Þorkell letur, 3) af þvi að
það sé mesta óhæfa á slíkum tíðum (föstunni), en eftir það muni
hann aldrei hirða, hvenær þeir færi að honum!
Fyrst dregur það úr áhrifunum, að höfundur lætur Halldór ganga
heim óáreittan af fundinum og síðan drifa lið að honum. Hitt er þó verra
fyrir rökrétt samhengi frásagnarinnar, að ástæður Þorkels fyrir athafna-
leysi sínu eru tvær ólikar og í raun og veru ósamrýmanlegar. Á fund-
inum ræður hann ekki að Halldóri, af því að Beinir stendur með reidda