Skírnir - 01.01.1953, Síða 220
RITFREGNIR
Helgi Hálfdanarson: Handan um höf. Ljóðaþýðingar. Reykjavík,
Heimskringla. Prentsmiðjan Hólar 1953.
Um langt skeið hafa Islendingar lagt meiri eða minni stund á að
þýða erlendar bókmenntir á sina tungu. Hafa áhrifin af slíkum þýðing-
um á mél og menningu þjóðarinnar, listasmekk hennar, siðgæði og hugs-
unarhátt orðið mikil og margvísleg, bæði til góðs og ills, en einkum þó
jákvæð. Má sem dæmi nefna danskvæðin, sem voru erlend að uppruna,
Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, þýðingar séra Jóns Þor-
lákssonar, Steingríms Thorsteinssonar og séra Matthíasar á erlendum
stórverkum, auk fjölda margs annars. Af núlifandi mönnum, hygg ég,
að Magnús Ásgeirsson sé einna góðvirkastur íslenzkra þýðenda, að minnsta
kosti á ljóð. Liggur við, að flestir aðrir hafi lagt árar í bát um skeið, ef
til vill vegna þess árangurs, er hann hefur náð.
Það mé því til bókmenntaviðburða teljast, að nýkomin er út sérstök
bók ljóðaþýðinga eftir mann, sem augljóslega hefur lagt alúð við verk
sitt, unnið það af ást á viðfangsefninu og með athyglisverðum árangri.
Lika þarf skemmtilega dirfsku til að taka upp merki þeirra andans jöfra,
sem brautryðjendur hafa verið á þessu sviði, feta í fótspor þeirra og þýða
jafnvel sömu verk á íslenzku og áður hafa verið þýdd af snilld. En litum
nénar á réttmæti þess, éður en lýkur.
Handbragðið á þessum ljóðaþýðingum ber vitni um, að skáldið hefur
ekki flaustrað þeim af. Víða hlýtur hann að hafa leitað orða í gróður-
lendum íslenzkrar tungu eigi síður en ljóðanna á erlendum skáldökrum,
því að þau föng eru sótt í ýmsar áttir handan við höf. En öll munu
ljóðin vera þýdd úr ensku, þýzku eða sænsku. Ég hef borið flestar þýð-
ingamar saman við kvæðin á þeim málum, sem þau eru þýdd úr, og
komizt að þeirri niðurstöðu, að' ósanngjarnt sé að ætlast til meiri ná-
kvæmni en víðast hvar er viðhöfð. Um hitt kann að gegna öðru máli,
hvernig þýðanda tekst að halda þeim stílblæ, sem ljóðin hafa á frum-
málinu, hvernig honum auðnast að gæða þau lífi og andríki. Á því vill
löngum verða nokkur misbrestur hjá þýðendum, og er það gömul saga.
En þýðandi þessara ljóða hefur óvenjugott vald á íslenzku máli. Hann
er gæddur smekkvísi, sem bregzt sjaldan, og er sérstaklega ljóðrænn, mér
liggur við að segja: söngvinn.
Bókin hefst á Stúdentasöng eftir Karl Herman Sátherberg, sænskt skáld.