Skírnir - 01.01.1953, Side 221
Skimir
Ritfregnir
217
Þá koma tvö kvæði eftir Schiller: Æskusýnir (Die Ideale) og Grikkja-god
(Die Götter Griechenlands). Æskusýnir er lipur þýðing, en tæplega eins
nákvæm og flestar hinar þýðingarnar, og vantar ýmsa af heillandi töfrum
frumkvæðisins, enda mun það ekki vera lamh að leika sér við. Miklu
betur hefur þýðandanum tekizt við Grikkja-goð, enda er sönn nautn að
lesa þetta snilldarkvæði hins þýzka stórskálds í sínum íslenzka húningi,
og er að því góður fengur fyrir bókmenntirnar og fagnaðarefni ljóðaunn-
endum. Til að veita hugmynd um listræn vinnuhrögð Helga, þegar hon-
um tekst upp, skulu hér birtar tvær vísur úr þessu töfrandi kvæði ó
báðum málum, íslenzku og þýzku:
Skrautleg hofin hlógu björt við
sunnu,
hátíð leiks var yðar fórnarblót,
þar sem ökukappar knáir runnu
— krýndir laufi — hratt sem
elding skjót.
Fjálgar söngva-sveitir mjúkum dansi
svifu létt um glæsibúin vé;
upp af laufasveig og sigurkransi
sumarblómans angan sté.
Eure Tempel lachten gleich
Palásten,
Euch verherrlichte das Heldenspiel
An des Isthmus kronenreichen
Festen,
Und die Wagen donnerten zum Ziel.
Schön geschlungne, seelenvolle
Tánze
Kreisten um den prangenden Altar,
Eure Schláfe schmúckten Sieges-
kránze,
Kronen euer duftend Haar.
Ljúfi heimur ljóss og jarðargróða!
lifnar aldrei meir þitt bjarta vor?
Hvergi nema í landi draums og ljóða
líta má þin fagurstignu spor.
Drúpir fold í döprum vetrarkviða,
dyljast sjónum goð og vættur hver;
þar sem lék i ljóma gyðjan friða,
líkt og skugga fyrir her.
Schöne Welt, wo bist du? — Kehre
wieder,
Holdes Blútenalter der Natur!
Ach, nur in dem Feeenland der
Lieder
Leht noch deine fabelhafte Spur.
Ausgestorben trauert das Gefilde,
Keine Gottheit zeigt sich meinem
Blick.
Ach, von jenem lebenwarmen Bilde
Blieb der Schatten nur zurúck.
Væri freistandi að hirta fleiri sýnishorn af þessu kvæði. En þess gerist
ekki þörf. Þýðingin á því er öll snurðulaus og ágætavel af hendi leyst,
að því er ég bezt fæ séð.
Næst eru nokkur smáljóð eftir önnur þýzk skáld, t. d. Vitringarnir frá
Austurlöndum (Die heil’gen drei Könige aus Morgenland) og nokkrar
aðrar vísur eftir Heine. Hafa Vitringarnir áður verið þýddir á íslenzku.
En ekki þarf Helgi að bera kinnroða fyrir sína þýðingu, horið saman við
þá eldri þýðingu, er ég hef séð.