Skírnir - 01.01.1953, Page 223
Skímir
Ritfregnir
219
sem dæmi tvær vísur úr þýðingum Helga og Fitzgeralds, báðar valdar
úr þeim hluta kvæðisins, sem Fitzgerald bætti við í auknu útgáfunni:
Ó, að vér gætum gert oss nýjan
heim
og gripið Örlögskinnu höndum
tveim
og letrað þar vor nöfn á nýja örk,
en náð þeim annars burt og
kastað þeim!
O if the World were but to
re-create,
That we might catch ere closed
the Book of Fate,
And make The Writer on a
fairer leaf.
Inscribe our names, or quite
obliterate!
Því betra er sál, er þungar
raunir þjá,
að þurrkast út af lifsins nafnaskrá
en auka stunu-straum þess
harmafljóts
er stöðugt vex sem aldir líða hjá.
Better, oh better, cancel from
the Scroll
Of Universe one luckless Human
Soul
Than drop by drop enlarge the
Flood that rolls
Hoarser with Anguish as the
Ages roll.
Að lokum em þýðingar á nokkrum smákvæðum eftir Hafiz, annan
persneskan meistara fornan. Ekki hef ég fengið færi á að bera þær saman
við erlendan texta, en svipaður blær er yfir þeim og Rúbajat. Sem dæmi
má nefna Vor, lítið, undurfagurt smáljóð:
Sjá, vorsins dýrð í dagsins augum skin,
úr duftsins fangi laðar rós og smára!
Hví sveipar þig hið svala grafarlín?
Sem frjómild vorský munu augu min
á moldir þinar stökkva regni tára
unz rís af dvala einnig ásýnd þín.
Svona þýða ekki aðrir en skáld, hvernig sem fyrirmyndir eða fmmtextar
kunna að vera.
Hef ég þar engu við að bæta nema þökk fyrir þessa hugþekku bók og
ósk um, að Helgi láti hér ekki staðar numið.
Þóroddur GuSmundsson.
Sigurður Einarsson: Undir stjörnum og sól. Rangæingaútgáfan,
Reykjavik 1953.
Ærið er það misjafnt, hve fljót skáld eru til að birta kvæði sín i bókar-
formi. Sum þeirra gera það ekki fyrr en á efri árum, önnur bíða þess