Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 224
220
Ritfregnir
Skírnir
yarla, að þeim vaxi grön. Likt má segja um tíðni á útgáfu ljóðabóka
skáldanna, svo og annarra verka. Sum skáld fara sér að engu óðslega.
önnur virðast alltaf hafa nýjan boðskap að flytja og finna köllun hjá sér
til að koma honum á framfæri, ef ekki með hverju tungli, þá næstum
árlega.
Ljóðabækur Sigurðar Einarssonar hafa komið út með mjög ójöfnu
millibili. Fyrsta kvæðabók hans, Hamar og sigð, var prentuð árið 1930.
Síðán hefur hann ekki gefið út ljóðabók þar til í fyrra. 1 haust kom svo
þriðja ljóðabók Sigurðar. Þegar ég heyrði, að hennar væri von, varð mér
á að spyrja: Getur skáldið haft efni á þessu, aðeins ári eftir útkomu síðasta
kvæðasafns hans? Og ég kveið hálfgert fyrir lestri þessarar nýju ljóða-
bókar vegna þeirra vonbrigða, er hún kynni að valda. Síðasta ljóðabók
skáldsins túlkaði merkilega lífsreynslu hans, enda munu kvæði hennar
hafa verið frá alllöngu árabili. Sú bók hafði þroskazt með höfundi sinum,
og það gaf henni ekki sízt gildi. Hvernig var þroskasaga þessarar nýju
bókar? Var hún með svipuðu móti blóð af skáldsins blóði sem næsta bók
á undan?
Skylt er að geta þess, að uggur minn reyndist að miklu leyti éstæðu-
laus. Til dæmis var það misskilningur hjá mér, að kvæðin væru aðeins
eins árs framleiðsla, heldur eru þau frá fjórum síðustu árum og fáein
eldri. Skýrir skáldið frá því í bókarlok. Eykur það á fjölbreytni
efnisins. Og þó að ég sakni vissra skemmtilegra þátta úr Yndi unaðs-
stunda, slær Sigurður hér á nýja strengi og mýkri en áður. Að visu er
það fagnaðarefni. En því miður mun þróunin í stíl skáldsins að nokkru
leyti hafa orðið' á kostnað sérstæðra persónueinkenna. Er sú hætta jafnan
á vegi þess, sem leggur mikla stund á fágun ljóðforms, og reynist mörg-
um vandsiglt milli skers og báru é þeim vettvangi. Agnúarnir verða þá
stundum íburður eða málskrúð, of mikil orðgnótt og áhrif frá öðrum
ljóðasmiðum. Gætir sums þessa hér, t. d. minnir Lífstregans gáta mjög á
Einar Benediktsson og Fyrsta næturfrost á Tómas Guðmundsson. Veit ég,
að skáldið misvirðir ekki þessar athugasemdir, því að hann segir á einum
stað:
Bjóð þú fram allt þitt og bíð þú góðs!
Haf þú báðar dyr hjarta þins opnar til gátta.
Þau rista grunnt plógförin hróss eða hnjóðs
í hug, sem er tiginn, en fús til sátta.
Auðmýkt við drottin og ást við menn,
aldanna reynsla og vonir í senn
séu vitar þíns hjarta til vegar og átta.
En takist hugkvæmu og djörfu skáldi að þræða hinn gullna meðalveg,
verður siglingin glæsileg. Þannig hefst eitt bezta kvæði bókarinnar, Æsku-
vinir (helgað stúdentum frá 1922):