Skírnir - 01.01.1953, Síða 228
224
Ritfregnir
Skírnir
Litum því næst á síðara hluta bókarinnar sérstaklega. Af honum er
augljóst, að skáldið gerir miklar kröfur til sjálfs sín og kastar ekki hönd-
unum til neins. Með því er þó ekki sagt, að form allra kvæðanna sé óað-
finnanlegt. Til dæmis stuðlar hann saman hv- og kv- að hætti sumra
norðlenzkra skálda og e. t. v. fleiri (Stephan G., Davíð):
Ég gekk um græna skóga.
Þar gullnu letri stóð
saga á foerjum Auisti,
á foerju blaði ljóð. (Bls. 55.)
Hér er annað dæmi svipaðs eðlis:
Hvert siglirðu, Karon, hið íoldimma fljót?
Huerfurðu í rökkurheim eilífrar nætur? (Bls. 60.)
Þetta felli ég mig ekki við, þó að vanizt hafi slíkum framburði í uppvexti
og oftar, sízt er út af þessu er brugðið og h- og hv- stuðlað saman, þegar
svo býður við að horfa:
Þeir ganga um úaustskóg
í feiðrökkri bláu
á hv'itri mjöll . . . (Bls. 46.)
En vitanlega eru þetta engin sáluhjálparatriði.
Skáldið er alvörumaðúr, sem tekur jöfnum höndum til meðferðar þjóð-
félagsvandamál, einstaklingsörlög og fegurðina, óháða dægurþrasi og
ágreiningsefnum.
1 einu lengsta og bezta kvæði bókarinnar, sem nefnist Tröllið og dverg-
urinn, kryfur skáldið til mergjar sannleikshollustuna. Þar er Austurlanda-
búa í gervi risa teflt gegn Vesturveldamanni, dvergi að vexti, gerður á
þeim samanburður, sem verður risanum, þótt ánauðugur sé og í þjón-
ustu dvergsins í leit að sannleikans húsi, ótvírætt í hag. Kvæðið Austur
og Vestur er svipaðs efnis. Þar er risanum spáð uppreisn, en dverginum,
kúgaranum, ófarnaði. f Templo di Saturno birtast svipaðar skoðanir: Úr-
eltir guðir efnishyggju og hroka hníga í gleymskunnar sæ fyrir öflum
nýs tima. Betlari í París og f musterinu eru líka góð kvæði. Þau fjalla
um vanþakklæti, hræsni og hjartakulda svonefndra betri borgara í garð
hinna snauðu, sem borið hafa hita og þunga dagsins og barizt fyrir þá.
Skáldið trúir á framtíðina. Einna fegurst þykir mér það koma fram
í kvæðum, sem hann nefnir Perlan falda og Hönd er stirð. í Perlunni
földu segir frá finnanda sannleikans og varðveitanda meðaf kynslóða,
sem hvorki þekkja hann né kunna að meta ágæti hans. Mér þykir þetta
eitt allra bezta kvæðið í bókinni. En er ekki síðustu vísunni ofaukið?
Kvæðið Hönd er stirð fjallar um boðskap ljóðsins, sem lifir, þó að höfund-
ur þess sé grafinn og gleymdur, — fallegt kvæði.