Skírnir - 01.01.1953, Page 230
226
Ritfregnir
Skírnir
umboðs. Hann kynnti öðrum þjóðum íslenzka tónlist, og hann lét ekkert
tækifæri ónotað til þess að vekja samúð og skilning á málstað íslands í
sjálfstæðisbaráttunni, stjórnmálalegri og andlegri. Snemma greip hann
pennann sjálfur, og í óteljandi blaðaviðtölum kom hann Islandi og ís-
lenzkum menningarmálum á forsíðu stórblaða, ef svo mætti segja, þar
sem slíkt tal var með öllu óþekkt áður. „Þegar þjóð með dásamlega fortið
byrjar að hreyfa á sér í nútíð, þá skeður eitthvað, og vér verðum að
hlusta." Tónskáldið Peterson-Berger skrifaði þetta eftir hljómleika Eggerts
í Stokkhólmi 1916, og sami maður var forspór, þegar hann kom til Eggerts,
eftir að hann hafði lesið grein hans i Dagens Nyheter: „Island i sin
sommar och sin konst.“ „Þú átt að skrifa,“ sagði P.-B., og þegar Eggert
maldaði í móinn, sagði hann: „Stíllinn er músík orðanna." „Getur vel
verið,“ svaraði Eggert, „en orðin eru innihaldið, og á Islandi drepst allur
stíll, öll hugsun og menning í réttritunarþvogli og verður því aldrei
músík.“ P.-B. hafði rétt fyrir sér. Eggert Stefánsson er fæddur rithöfundur,
hefur alltaf eitthvað, sem hann þarf að segja, og segir það á sinn sér-
kennilega hátt — beint til hjartans.
Hvert hinna þriggja hefta, sem út eru komin, er með sínum hætti
sjálfstætt að efni og blæ. I öllum styðst höfundur við dagbókargreinar,
sem hann byrjar að skrifa 1916. í fyrsta heftinu segir frá uppvexti höf-
undar í Reykjavík, þar sem „Tjörnin er miðdepill veraldarinnar", náms-
árum og fyrstu sigrum listamannsins. Allur þessi kafli er þrunginn lífs-
gleði, stundum tregablandinni. „Svo kvaddi ég þetta ísland, sem maður
átti aldrei aftur að sjá eins, þetta land, sem maður gat farið til sem
vinar — talað við — og það svaraði — þetta land hinnar miklu þagnar,
er hvíslaði sögum hins hulda Islands í eyru þeirra, er leituðu hennar,
þessa lands hins mikla seiðmagns og töfra, er hafði fætt kraftaskáld.
Aldrei sá maður þetta land eins aftur.“ ÍJti í löndum mætir hann lífinu,
það kemur til hans, kyrrlátt og hljótt eftir skarkala stórborganna, í líki
konu. „Ég beygi -mín hné fyrir konunni og ég elska hana, og ég beygi
þá um leið hné mín fyrir öllum konum og öllu lífi, því elski maður eina
konu, elskar maður allar konur, alla menn og állt líf ... Hér var því
áfangi farinn og staldra má við. Hér hefur maður lært eitthvað, sem er
lífinu mikils virði, eitthvað öllum nauðsynlegt, eitthvað, sem er upphaf
og endir . . . og hér mættist lifið og ég.“ Italía verður annað ættland lista-
mannsins.
Yfir öllu öðru heftinu ríkir heiðríkja. Leiðin liggur frá ítalíu til Islands
og þaðan til Ameríku, ártölin eru mestan part 1921 til 1923, en það er
„í riki hestsins", á ferðalagi norður í land, að frásögnin kemst upp á háu
tónana, sem setur lit og svip á heftið. „Ég þekkti enga tónlist, sem hæfði
þessu landi, eftir að ég heyrði óm þann, er dynur í óbyggðum þess.“
Þriðja heftið og hið síðasta, sem enn er komið, er athyglisverðast frá
íslenzku listsögulegu sjónarmiði. Nú er komið' við í París, eilífri borg
listanna. Eggert skoðar hana með einkennilegasta bæjarleiðarvisi í hönd-