Skírnir - 01.01.1953, Page 231
Slrirnir
Ritfregnir
227
um, en ekki lakasta, stjórnarbyltingarsögu Carlyles. Þar vinnur hann
sinn mikla listsigur 1925, á þeim tima fullmikinn fyrir heimaalda gagn-
rýni að kyngja í einum bita. Eftir það kveður við sár tónn, þegar upp-
veðraður listamaðurinn í hraðri framsókn rekst á tregðu heima fyrir og
uppgötvar góugróður í listaheimi Reykjavíkur við Tjörnina á versta
gelgjuskeiði bæjarins, árunum 1925 til 1930. „Það var einhver tónn að
koma í Reykjavík þá, eins og gengið væri út frá, að hér væri allt full-
komnast að því er listir áhrærði." Fram komu „alls konar séní á rangri
hillu.“ „Aragrúi af „dilletöntum" og „amatörum" voru úthrópaðir stærðar
séní — og fylltu svo söngpalla og leildiús." Það þurfti að taka þessu
tímabili tak, og það hefur Eggert Stefánsson gert. Sjálfsagt hefur það
ekki verið honum létt verk eða ljúft, en „ef höfundurinn hefði gefizt upp
við að tína fram þessa kafla,“ eins og hann segir sjálfur, „þá hefði ekki
orðið neitt „líf“ og ekkert „ég“, og aldrei orðið bók, sem hefði í sér eitt-
hvert sannleiksgildi, og því hægt að læra af“. Fjórða og síðasta hefti
æviminninganna kemur væntanlega á næsta ári, og hljótum við að bíða
þess með nokkurri eftirvæntingu.
L. S.
LEIKRIT ÁRSINS.
Steingerdur Guðmundsdóttir: Rondo, leikrit í 4 þáttum í frjálsu
formi. fsafoldarprentsmiðja h.f.
Jón Björnsson: Valtýr á graenni treyju, sjónleikur í 4 þáttum.
Gustaf af Geijerstam: Tengdapabbi, sjónleikur í 4 þáttum í þýðingu
Andrésar Björnssonar. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Eftirtekjan er í rýrasta lagi, tvö leikrit á árinu, prentuð og útgefin.
Þriðja leikritið, Rondo eftir Steingerði Guðmundsdóttur, er frá fyrra ári,
1952. Rétt á litið eru það hin alvarlegustu tíðindi fyrir íslenzka leiklist,
hve lítið berst að leikhúsum og leikfélögum landsins af nothæfum ís-
lenzkum sjónleikjum. Leikið er á 50—60 stöðum á landinu, og viðfangs-
efnin eru með fáum undantekningum þýðingar á erlendum sjónleikjum,
þar sem gamanleikir, misjafnlega góðir, eru langsamlega í meirihluta.
íslenzku leikritin eru, enn sem komið er, allt of fá, til þess að hægt sé
að byggja á þeim þjóðlegt leiksvið með verulegri tilbreytni í verkefna-
vali. Og lakast er, að þau leikrit, sem gefin eru út með ærnum prentunar-
kostnaði, eru samin eins og utan gátta, án tillits til þarfa hins starfandi
íslenzka leiksviðs í bæ og byggð.
Rondo Steingerðar Guðmundsdóttur sker sig naumlega úr þessum
flokki, a. m. k. þarf mikið leikstjórnarlegt átak til þess að bjarga leikritinu
klakklaust yfir leiksviðið, og það leiksvið er hvorki í Hreppunum eða á
Suðurnesjum. Það þarf að eiga hárfín ljósaskiptitæki, að maður ekki
minnist á leiktjaldabreytingar. Steingerður Guðmundsdóttir er svo vel
heima á leiksviðinu, að hún veit, að öll sýnd þess er málaður strigi, en
gildi, veruleiki í hærra veldi, lifandi mannlýsingar. Það hefnir sín að
snúa þessu við, sjá leiksviðið í einhverri rómantískri ljósadýrð og tefla