Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 232
228
Ritfregnir
Skírnir
þar fram til málamynda lifvana persónugervingnm frómra og fallegra
hugsana. Þetta er það, sem mér sýnist hún gera. Það er hryggilegt, því
að það finnst ó orðaskiptum á stöku stað og hrynjandi málsins, að höfund-
ur hefur eyra fyrir dramatískum viðrœðum.
Höfundur sjónleiksins Valtýs á grœnni treyju, Jón Björnsson, lítur alit
öðrum augum á leiksviðið. Fyrir honum er það myndflötur, þar sem
fram má kalla í sögulega réttri röð nær öll lifsins atvik, stór og smá.
Fyrir honum er tækni leiksviðsins ein aðferðin til þess að segja sögu.
Vitanlega er það eitt af verkefnum sjónleiks að segja sögu, sögu, sem
gerist, eða sögu, sem hefur gerzt. Saga, sem gerist fyrir sjónum okkar,
hvort heldur á leiksviði eða í lifinu, snertir okkur þeim mun meira sem
við þekkjum hetur til sögupersóna. Það þýðir fyrir leikritahöfund, að
fyrri ferill aðalpersóna hans verður að vera auðrakinn og ástæður fyrir
breytni þeirra, meðan við höfum þær fyrir augum, liggja í augum uppi,
hvort sem breytnin kemur vel eða illa við okkur. Persónuleiki í öllum
sinum litbrigðum, í nútíð, en með fortíð og framtíð eða a. m. k. fram-
tíðarmöguleika, verður að standa ljóslifandi fyrir sjónum okkar, annars
varðar okkur ekki meira um hann en mann, sem við mætum á götu og
líkist öllum öðrum mönnum. •— Hin leiðin er að láta alla söguna gerast,
áður en leikurinn hefst. Þá aðferð hefur Ibsen iðulegast. Ekki gerir hún
minni kröfur um þær persónur, sem við eigum að sjá, skilja og finna til
með. Hér getur svo farið, að sagan verði hreint aukaatriði, sögð í glefsum
eða látin endurspeglast í athöfnum persónanna. — Sjónleikur er engin
augnabliksmynd og ekki sjónleikur að heldur, þó að slíkum sé raðað á
myndflöt, sem er teygður, hver veit hvert. Hér verður því enn haldið
fram, að sjónleikur er athöfn persóna, með jafnri áherzlu á bæði orðin.
tJr samnefndri skáldsögu raðar Jón Björnsson á myndflöt sinn atvikum
og persónum. 1 eftirmála leikritsins segir hann: „Leikritið er að mestu
leyti samhljóða skáldsögunni.“ Skáldsöguna hef ég ekki lesið, en sjálfsagt
hefur höfundur þar gott tóm til að lýsa persónum, umhverfi þeirra og
athöfnum. Sjónleiksformið krefst þess, að öllu sé haldið til haga á þremur
klukkutimum sýningar, í lengsta lagi, eða rösklega 100 prentsiðum; fer
því að vonum, að persónur standi allþétt og atriðin hrúgist upp, þegar
fylgt er heilli skáldsögu. Skáldsagan gerir sjálfsagt grein fyrir persónum
eins og Valtý yngra og Sólveigu, unnustu hans, Pétri Þorsteinssyni sýslu-
manni, frú önnu, jafnvel sakamanninum Valtý Hallasyni, að ótöldum
nafngreindum vinnumönnum, en i leikritinu er allt þetta fólk öldungis
ónógt sjálfu sér, skuggar fólksins úr sögunni, ef til vill, og hefði megin-
efni leikritsins: „hin eilifa barátta valdsins og réttlætisins", eins og höf-
undur orðar það, vel komizt af án þessa fólks. Svipað er að segja um
sum atriði leiksins. Tvö þeirra eru algjörlega óþörf, 2. atriði 1. þáttar
og 2. atriði 4. þáttar, hið síðara, þar sem Jón Arngeirsson sýslumaður
gerist líkræningi, spillir raunar gangi leiksins úr því. Og réttarfarsatriðin,
sem ættu að vera þungamiðja leikritsins, eru kubbuð í sundur að ástæðu-