Skírnir - 01.01.1953, Síða 233
Stírnir
Ritfregnir
229
lausu, nema ef vera skyldi til þess að halda þræðinum frá skáldsögunni.
Á sýningu lá við sjálft, að ráp vitna út og inn í þinghúsið setti spaugi-
legan svip á allan málareksturinn, en við lestur er enn þá berara, að
„barátta valdsins og réttlætisins" er ekkert annað en haldlaust uppnám
í umgerð þinghússins.
Þegar leitað er að kjarna leikritsins í átökum, sem verða milli aðal-
persóna þess, rennur allt út í þoku. Féll Valtýr hóndi á skoðunum sínum
í landsmálum (fylgi við Struensee, sem eitt fyrir sig er vafasamt), eða var
hann dæmdur eftir líkum, var Valtýr seinni ranglega hengdur, var
sýslumaðurinn brjálaður frá upphafi eða aðeins undir lokin, og hver fer
með „valdið" i þessu leikriti, sýslumaður eða fólkið, hvert er ádeilunni
snúið? „Fólkið hefur tekið málið í sínar hendur," segir sýslumaður. Hve-
nær? Er monsjör Hjörtur rödd fólksins? Hann er þorparinn í leikn-
um, ef nokkur er, og þó aðéins af orðspori (skáldsagan enn). „Réttlætið"
á sinn fulltrúa, sem er séra Jón, og hvernig stendur hann sig í „hinni
eilífu baráttu"? Höktir úrræðalaus í kringum góðan málstað vinar síns,
Valtýs bónda, og gefst loks hreinlega upp með því að leggja á ráðin
um flóttann. Þó er þessi leikpersóna ekki illa gerð, og tókst leikara (Jóni
Aðils) að gera úr henni eftirminnilega mannlýsingu í sýningu Þjóðleik-
hússins á leiknum: gamlan, góðlátlegan sveitaprest, engan skörung, heldur
hversdagshægan nuddara, sem er ekki allt of skarpur. „Það er á einskis
annars valdi en sjálfs þin, hvort þú uppsker þín laun samkvæmt gerðrun
]únum,“ er hans klerkleg brýning á sýslumann einhverju sinni.
Ég tel illa fallið, að Menningarsjóður skuli hafa tekið við þessu leik-
riti til útgáfu í leikritasafni sínu, vegna þess að það er alveg óviðráðan-
legt langflestum leikfélögum landsins sökum sviðskipta og persónufjölda,
svo að annað sé ektí talið. Leikritaútgáfa Menningarsjóðs er stórmerk
tilraun til þess að bæta úr tilfinnanlegum skorti á góðum og handhægum
viðfangsefnum handa leikfélögum landsins, viðleitni, sem ber að þakka
og styrkja, en þá má ekki heldur íþyngja henni með útgáfu leikrita, sem
fáir eða engir geta hagnýtt sér.
Gamanleikurinn Tengdapabbi eftir Gustaf av Geijerstam, sem er átt-
unda leikritið í Leikritasafni Menningarsjóðs, er alveg af hinum endanum.
Það hefur verið sýnt víða um land með góðum árangri, og þar sem ágætri
þýðingu Andrésar Bjömssonar skálds hefur nú verið bjargað frá tortím-
ingu misjafnra uppskrifta og gefin út á prenti, má búast við því, að
áhorfendur enn víðar vilji sjá það.
L. S.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: tír Vesturvegi. Ferðasaga frá
Bretlandi og Irlandi. Isafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík 1953.
1 stað þess að setjast við að semja skýrslu um skóla í Bretlandi og
lrlandi að lokinni námsdvöl í þessum löndum, tók Þóroddur Guðmundsson
kennari frá Sandi sig til og samdi ljómandi skemmtilega ferð'asögu. Við