Skírnir - 01.01.1953, Síða 234
230
Ritfregnir
Skírnir
þetta vann fræðslumálastjórnin nokkurra sentímetra hillupláss, þar sem
hún varð af skýrslunum, en islenzkir lesendur ágætislestrarefni nokkrar
góðar kvöldstundir, er þeir slást í för með Þóroddi og konu hans um
kunna stigu í Englandi og Skotlandi og þó einkum, þegar ferðin liggur
yfir til grænu eyjarinnar. frlandsþátturinn er lengstur, 121 síða af 222
siðum bókarinnar, og held ég, að hvorki Bretum né Skotum sé gert rangt
til, þó að sagt sé, að þá takist Þóroddi bezt, þegar hann er með frum.
Það hefur einatt vakið furðu mína, hve fáir íslendingar, að tiltölu við
þann stóra hóp, sem ferðast árlega til Englands eða Skotlands, leggja leið
sína yfir til írlands, sem er þó á næstu grösum. Landið er eitthvert hið
fegursta, sem hugsazt getur, og þjóðin er alúðleg og góð viðkynningar.
Margt er það í fari íra, sem minnir á forna frændsemi, og hefur minna
tilefni verið til kynnisfarar í ókunnugt land, úr því að farið var á annað
borð yfir íslandsála. Betra en ekki er að taka bók Þórodds og lesa, hún
má heita lengsti og gleggsti leiðarvísir um írlandsferð á íslenzku, en þá
hygg ég, að tendrast muni hjá mörgum manninum mikill áhugi á frekari
kynnum við land og þjóð.
öll ber ferðalýsingin vitni um lifandi frásagnargleði og glöggt auga
ferðamannsins. Helzt er að finna, þegar honum er mest niðri fyrir, eins
og í köflunum um Glendaloch og Galway, að hann kysi að leiða lesand-
ann sér við hönd og trúa honum einslega fyrir ævintýrum og ljóðum,
sem hafa gerzt á söguríkum slóðum, en það hryggir hann, að dásemdir
hins fagra lands verða ekki lofaðar nema með almennum, gjaldgengum
lýsingarorðum. Þess vegna fellir hann inn i ferðasöguna þýðingar sínar
á irskum ljóðum og seinna, þegar hann verður fyrir svipuðum áhrifum
í „riki Burns“, á tveimur kvæðum skáldsins. Á Clontarf, Uxavöllum, þar
sem Brjánn féll, en hélt velli, getur islenzkt skáld auðvitað ekki látið
hjá líða að yrkja langt og snjallt kvæði til minningar um Njálu-viðburði.
Dyflinn hvílir vært í misturmóðu.
Mildur andi strýkur baðm og hvarm,
þar sem áður hetjur helveg tróðu,
heiftareldar þar sem rauðir glóðu,
bjuggu írum banaráð og harm,
þegar felldi Bróðir Brján að jörðu,
beztan gram, i stálaveðri hörðu.
Er hvort tveggja bókarprýði, kvæðið og þýðingarnar. Leyfi ég mér að
setja hér að lokum þrjú erindi úr kvæðinu um köttinn Pangur, sem orti
húsbóndi hans, írskur einsetumunkur, um það bil er aðrir félagar hans,
paparnir, voru að finna Island.
Iðja Pangurs mins og mín
mjög er lík, þá birtan dvín.