Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 235
Skírnir
Ritfregnir
231
Elting músa er yndi hans,
orðaleitin starfi manns.
Gaman er að sjá til sanns
sömu gleði mina og hans,
j)á við sitjum heima hér,
hugnæm skemmtun beggja er.
Okkar beggja iðjusýsl,
unaðslega dund og risl,
veitir báðum frið og fró,
færir okkur sálarró.
L. S.
Sveinbjöm Benteinsson: Bragfræði og háttatal. H.f. Leiftur, Reykja-
vik 1953.
Þessi bók er aðallega helguð bragfræði rímna. Einnig ræðir höfundur
stuttlega almenna íslenzka bragfræði og kenningar.
Það, sem höf. segir um forna bragarhætti, er á röngum grundvelli reist.
Það er ekki rétt, að vísuorð eins og í hverlegi hafi þrilið að geyma. Það
visuorð er af þeirri gerð, sem Sievers táknaði með C, tveir tvíliðir, sá
fyrri stigandi, hinn hnigandi. Einnig er það rangt, að í Lilju séu brag-
lýti og rangar áherzlur. Höf. gætir þess ekki, að á meðan fornt hljóð-
dvalarlögmál gilti í islenzkri tungu, voru áherzlur ekki að öllu leyti eins
og í nútíðarmáli. Á bls. xxv gerist hann of vandfýsinn um forna bragar-
hætti. Bragfræðilega er ekkert að athuga við dróttkvæðu vísuorðin, sem
hann sýnir þar, enda sams konar hendingar í Háttatali Snorra.
Höf. telur Lilju orta 1361. Það er dánarár skáldsins, en kvæðið mun
ort svo sem 20 árum fyrr.
Höf. segir, að kenningar séu i rauninni líkingar. Hér er a. m. k. gengið
of langt í alhæfingu, þetta getur t. d. ekki átt heima um gullkenningar
eins og byrði Grana. Um uppruna kenninga deila lærðustu menn, og
skal ekki ræða það mál hér. Réttilega telur höf. varasamt að taka kenn-
ingar eftir rímum.
1 kaflanum um sögu og þróun rímna eru margar góðar athuganir, en
galli er það, að ekki er getið um þær breytingar á bragreglum, sem
hljóðdvalarbyltingin hafði í för með sér. Meðal annars hefði mátt geta
þess, að í rímum, sem ortar eru samkvæmt fornu hljóðdvalarlögmáli,
finnast bragliðir af þeim gerðum, sem Sievers táknaði með D og E. —
Höf. deilir réttilega á braglýti, sem hafa loðað við rimur öldum saman,
en eru sannkölluð hjólbrot á máli, eins og Jón Þorkelsson komst að orði.
Stundum er vandfýsni höfundar við of, svo sem þegar hann finnur að
erindinu eftir Sigurð Breiðfjörð, sem sýnt er á bls. xxv. — Skýrgreining
höf. á skammhendum hætti er ófullkomin, því atriði sleppt, að í þeim