Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 236
232
Ritfregnir
Skírnir
hætti eru jöfnu visuorðin hraglið styttri en stýfð vísuorð í ferskeyttu.
— Stuðlafall mun vera eldra en frá 16. öld. Það kemur fyrir í Blávus-
rímum fornu, sem að líkindum eru frá 15. öld.
Á eftir köflunum um hragfræði m. m. kemur háttatal, sem er meiri-
hlutur bókar, og við það hefur höf. lagt mesta alúð. Háttatalið er rimna-
flokkur, 20 rímur, 450 erindi, eftir höfimd bókarinnar, og hefur hann
sjálfur samið efni rímnanna. Hver ríma er ein um bragarhátt, og kemur
nýtt tilbrigði háttar í hverju erindi. Mörg þessara háttabrigða hefur höf.
fundið sjálfur, svo og allmörg þeirra bragorða, sem háttabrigðin eru
táknuð með og sum af heitum frumbraganna. Bragorðin eru kerfis-
bundin, sama bragorð haft um sams konar tilbrigði margra frumbraga.
Bragorð höfundar sýna orðhagan mann. Þó mundi ég vilja halda sumum
gömlum bragorðum, sem hann lætur þoka fyrir nýjum.
Væntanlega verður haldið áfram að gefa út rímur og rannsaka þær.
Við slík verk þarf mjög að halda á samræmdu bragorðakerfi, og mun
enginn, sem við rimur fæst, geta gengið fram hjá bók Sveinbjamar Ben-
teinssonar. B K Þ
írskar fornsögur, íslenzk þýðing og inngangur eftir Hermann Pálsson.
Heimskringla, Reykjavík 1953.
„Sögur þessar hef ég þýddar úr írsku máli islenzkum lesöndum, að þeir
gætu haft til skemmtanar sér og orðið nokkru fróðari um kappa þá og
konur, er sögur gengu af á Irlandi í fyrndinni.“ Þetta eru inngangsorð
þýðanda, og jafnvel í endursögn verður að hafa fulla gát til þess að staf-
setja rétt. Það er ekki af sérvizku eða fordild, að hann stílar svo, hann
hefur valið allri bókinni vandaðan hátíðarbúning í máli fyrndu, litauðgu
og beinskeyttu. Eins og beinstofna eikur í skógi fara nafnorð í mann-
lýsingum karla: „Því að enginn maður á jarðríki var jafnágætur og
Konufögur, mn fegurð, sköpun og búnað, stærð, samsvörun og hlutföll,
augu, hár og hvíti, vizku, kurteisi og málsnilld, um görvar, göfgi og
búnað, um vopn, auð og tign, um siðu, hreysti og ætt. Engin lýti voru
á Konufögur." En lýsingarorð sveipa kvenlýsingar eins og héfagurt eikar-
lim: „Háar og mjúkar, sléttar og hvítar voru axlir hennar, fagurhvítir
langir fingur. Hvít sem froða á öldufaldi var síða hennar, löng og við-
kvæm, eftirlát og mjúk sem ull. Lærin hlýmjúk og skærhvít. Hnén lítil,
ávöl, harðhvít." Er það tilviljun, að orðið „búnaður" kemur tvisvar fyrir
í karllýsingu, en „hvít“ og „mjúk“ fjórum sinnum og þrisvar sinnum í
kvenlýsingu? Svona er einatt hjá slyngum sagnamönnum, augað dvelst
engu síður við áferð myndarinnar en innihald; þess vegna hygg ég, að
málskraut Hermanns Pálssonar falli vel að' efninu. Eins konar prófstein
má fá með samanburði á mannjöfnuði Keta og Konalls (bls. 43—44) og
sama kafla, sem Finnbogi Guðmundsson þýðir í Skirnisgrein í fyrra eftir
Roger McHugh um „frskar sögur og ensk-írskar bókmenntir". Víst standa
þeir ekki jafnfætis, þar sem Finnbogi þýðir úr ensku, en Hermann úr