Skírnir - 01.01.1953, Page 237
Skímir
Ritfregnir
233
írsku, en það er líka auðfundið, að slétt og fellt málið á fyrri þýðingunni
færir manni ekki ferskan og hrjúfan sögublæinn, en það tekst Hermanni
með aðferð sinni. Eitt er það, að Hermann íslenzkar viðstöðulaust írsk
manna- og staðanöfn. 1 fyrstu rísa þessi nöfn við, en við nánari aðgæzlu
renna þau inn í stílinn eins og skrautyrði, sem auga og eyra nemur með
velþóknun. Sturlunga hefur Svarthöfða Dufgusson, firnagott írskt nafn
í stílnum.
Hermann Pálsson hefur unnið mikið nauðsynjaverk með því að brjóta
upp á þýðingum á irskum fornsögum. Með kunnáttu sinni í írsku að
fomu og nýju heldur hann á lykli að heimi ævintýra og vísinda, sem
islenzkum bókmenntum má gott af leiða, ef upp er lokið. L. S.
Einar Ól. Sveinsson: Studies in tlie Manuscript Tradition of Njáls-
saga (= Studia Islandica, 13. hefti), Rvík 1953.
Ástæðulaust er að rekja hér efni þessarar bókar, þar sem höfundur
hefur gert það sjálfur í síðasta árgangi Skírnis (bls. 114—52). Hitt er
rétt að taka fram þegar í upphafi að hér er um að ræða víðtækustu og
ýtarlegustu rannsókn á skyldleika Njálu-handrita sem enn hefur verið
gerð, enda hefur hún leitt í ljós svo merkilegar nýjungar að vafalaust
má telja að hún verði sá grundvöllur sem allar frekari athuganir á texta-
sögu Njélu hljóti að byggjast á. Sakir þess hve efni bókarinnar er flókið
verður að gera ráð fyrir því í athugasemdum þeim sem fara hér é eftir
að lesendur hafi kynnt sér bókina sjálfa eða áðurnefnda Skírnisgrein, þvi
að þess er enginn kostur að útskýra einstök atriði eða handritatákn í
stuttri ritfregn.
Hverjar eru þá markverðustu nýjungamar sem EÓS hefur dregið fram
í dagsbirtuna með þessari rannsókn sinni? Þar er einkum að nefna tvö
atriði sem hvort um sig er afdrifaríkt fyrir skilning okkar á sögu textans:
I fyrsta lagi sýnir EÓS fram á að mörg helztu handritanna hafa skipt
um forrit og geta þannig flutzt á milli flokka eða kvísla innan sama
flokks, og í öðru lagi hefur hann í ljósi þessara athugana sett upp nýja
ættaskrá handritanna, að verulegu leyti frábrugðna þeim, sem áður höfðu
verið gerðar og tvimælalaust örugga í meginatriðum.
Eins og EÓS tekur fram hafði Jón Helgason fyrstur manna sýnt fram
á þetta fyrirbrigði, að skipt sé um forrit, í útgáfu sinni á Ólafs sögu helga,
enda gegnir það engri furðu í löngum sögum að skrifari hafi ekki getað
haft sama handritið til afnota allan tímann sem hann var að skrifa upp
textann. Hins vegar hafa útgefendur yfirleitt ekki gefið þessu gaum áður
fyrr, en EÓS hefur nú sannað á eftirminnilegan hátt að Ólafs saga helga
er ekkert einsdæmi í þessu efni, og hefur með því gert þann sem þetta
ritar að spámanni (sbr. Skírni, 1948, bls. 211). Það þarf ekki langra
skýringa við að ekki er hægt að setja upp ættaskrá handrita af neinu
viti nema að þessu atriði séu gerð full skil; og ég fæ ekki betur séð en
EÓS hafi rökstutt niðurstöður sínar í þessu efni svo vel að ekki verði