Skírnir - 01.01.1953, Page 238
234
Ritfregnir
Skírnir
neinu haggað sem máli skiptir. Þó að ekki væri nema fyrir þetta atriði
liggur í augum uppi að ættaskrá hans stendur fyrri tilraunum miklu
framar.
En nýjungamar í ættaskránni eru fleiri og annars eðlis. Samkvæmt
rannsóknum EÖS skiptast handritin í þrjá meginflokka, X, Y og Z, en
Y- og Z-flokkurinn eru runnir frá sama forriti (*V) sem verið hefur
systurhandrit *X. Aðalhandrit Y-flokksins er Möðruvallabók (M), og
hefur henni nú verið markaður bás miklu nákvæmara en áður, þvi að
Y-fokkurinn og ættfærsla hans hefur ekki verið skilgreindur fyrr svo að
gagn sé að. Enn fremur hefur EÖS ættfært handrit X-flokksins á alger-
lega nýjan hátt og komizt þar að mjög athyglisverðum niðurstöðum. Þær
verða ekki raktar hér í einstökum atriðmn, aðeins á það bent að hann
hefur sýnt fram á eina kvisl þess flokks sem ruxmin er frá glötuðu hand-
riti er hann nefnir *xi. Sérkenni þessa handrits eru leiðréttingar á text-
anum, sem eru þess eðlis að EÓS telur líklegast að þær séu runnar frá
höfundi sjálfum. 1 Studies tæpir hann að vísu aðeins á þessari hugmynd,
en rökstyður hana frekara í Skirnisgreininni. Þó að torvelt sé að sanna
slíka tilgátu svo að fullvist sé, býst ég við að margir geti tekið undir orð
höfundar þegar hann segir: „Sá listarskilningur, sá næmleikur, sú hófsemi,
sem kemur fram í mörgu af þessu, er svo mikill, að erfitt er að verjast
þeirri hugsun, að mest af þessu sé komið frá meistaranum, höfundi sög-
unnar sjálfum" (Skírnir 1952, 147). Að minnsta kosti treysti ég mér
ekki til að færa fram rök gegn því að svo geti verið sem hér er haldið
fram. En sé þetta rétt, þá er hér um að ræða einstæða vitneskju um
textaþróun Islendingasögu, og sýnir um leið að höfundur Njálu hefur
ekld sleppt hendi af verki sínu þó að hann væri búinn að láta það frá sér
til uppskriftar, þar sem *xi hefur verið uppskrift komin a. m. k. í annan
lið frá frumriti. Þetta bætir nýjum drætti í mynd okkar af höfundi Njálu,
drætti sem betra er hafa en missa.
önnur markverð niðurstaða af hinni nýju ættaskrá er sú að gildi
Möðruvallarbókar hefur vaxið svo að hún verður nú grundvallarhandrit
að minnsta kosti til jafns við Reykjabók, sem fyrri útgefendur hafa haft
að undirstöðu, og mun þetta koma í ljós í útgáfu þeirri á Njálu i Islenzk-
um fornritum sem nú er í prentun.
Þetta er þó ekki svo að skilja að EÓS hugsi sér að taka M-textann skil-
yrðislaust fram yfir önnur handrit. Elztu handrit Njálu eru komin svo
skammt frá frumriti að sá texti sem samkvæmt ættaskránni hefur staðið
bæði í *X og *V hlýtur með nokkurn veginn öruggri vissu að hafa staðið
i frumriti höfundar. EÖS birtir sýnishorn af kafla úr Njálu þar sem
textinn sem fundinn er á þennan hátt er prentaður með venjulegu letri,
en vafastaðir auðkenndir með ýmsu móti og orðamunur við þá tilfærður.
Býst ég við að mörgum fari líkt og mér við athugun á þessum kafla, að
þeir undrist hversu lítið sé um vafaatriði og hve lítilvæg þau séu í
samanburði við það sem telja má nokkurn veginn öruggan texta frumrits.