Skírnir - 01.01.1953, Page 239
Skírnir
Ritfregnir
235
Þetta sýnishorn ætti að verða til Jiess að útgáfa á Njálutextanum með
líku sniði yrði gerð áður en langt tnn líður, því að hún mundi verða til
hinnar mestu gagnsemi fyrir allar rannsóknir á texta sögunnar.
1 sambandi við slíka útgáfu þyrfti vitanlega að halda áfram þeim
rannsóknum sem EÖS hefur þegar komið 6 traustan grundvöll. Eins og
hann bendir sjálfur á er sitthvað enn ógert sem gera þarf áður en hægt
sé að segja að handrit Njálu séu rannsökuð til hlítar. Má þar til nefna í
fyrsta lagi að enn eru pappirshandrit Njálu að verulegu leyti ókönnuð,
en hugsanlegt er að þau geti haft einhverja vitneskju að geyma sem fyllt
gæti í sum skörðin í niðurstöðum EÖS, einkum ef svo reyndist að til
væru pappírshandrit sem runnin væru frá einhverri þeirra skinnbóka sem
nú eru aðeins varðveitt slitur úr. Smn þessara brota er erfitt að stað-
setja með vissu í ættaskrána og væri ekki óhugsandi að einhver pappírs-
handrit gætu orðið að liði í því efni. Það skal játað að rannsókn á pappírs-
handritum Njálu er ekkert áhlaupaverk og að því leyti ekki girnilegt að
vel mætti svo fara að árangur fyrir Njálutextann yrði enginn. En jafnvel
sú niðurstaða væri svo mikils virði að hennar vegna væri slíkt verk nauð-
synlegt.
Arrnað atriði sem mikil þörf væri á að rannsakað yrði gaumgæfilega
er réttritun elztu handritanna. Eins og EÓS bendir á (Studies, 144) er
ritháttur handritanna yfirleitt samræmdur í útgáfu Konréðs Gislasonar
og engin rannsókn á honum til. En slik rannsókn gæti — auk margvís-
legrar málfræðivitneskju ■— gefið hendingar um réttritun frumritsins og
um leið ef til vill skýrt sumar villur og breytingar handritanna. Meðan
þetta verk er óunnið er líka torvelt að samræma í útgáfu margar orð-
myndir sem í handritunum eru skrifaðar með ýmsum hætti. Einmitt
vegna þess að rannsóknir EÓS hafa sýnt okkur að frumrit Njálu er
annað og meira en hillingar einar, her okkur skylda til að gera það sem
hægt er til að leiða það í ljós með öllum þeim ummerkjum sem hægt er
að festa hendur á. Rannsókn EÓS má vera öðrum fræðimönnum livatning
til að hopa ekki fyrir þurru og timafreku verkefni, því að niðurstöður
hans hafa aukið svo miklu við þekkingu okkar á textasögu Njálu að hók
hans er fortakslaust merkasta nýjungin í þeirri grein siðan Njálu-útgáfa
Konráðs kom é prent.
Jakob Benediktsson.
Valla-Ljóts saga, udgivet for Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur ved Jónas Kristjánsson, Kbh. 1952.
Þessi útgáfa Valla-Ljóts sögu er hin fyrsta þar sem öll handrit sög-
unnar hafa verið könnuð og til hlítar úr því skorið hver þeirra hafi
sjálfstætt heimildargildi um textann. Sagan er eingöngu varðveitt i pappírs-
handritum frá 17.—19. öld, og hefur útgefandinn alls rannsakað 35 hand-
rit. Niðurstaða hans er í stuttu máli sú, að aðeins tvö þeirra varðveiti
sjálfstæða gerð textans og að þau séu bæði runnin frá sama forriti, sem