Skírnir - 01.01.1953, Síða 241
Skírnir
Ritfregnir
23 7
Sumar greinarnar eru síðan 1940, t. d. þáttur sá, er um islenzkt efni
fjallar. Sízt hefur sú grein grætt á að bíða svo lengi, án þess að um hana
væri bætt með tilliti til ýmislegs, sem síðan hefur skýrzt.
Bindið er um byggingarlist á Norðurlöndum á forsögulegum tíma og
miðöldum. Fornleifafræðingamir Márten Stenberger og Ole Klindt-Jensen
rita tvo fyrstu kaflana, um húsagerðina á forsögulegum tímum, og er það
hrein fornleifafræði. Þá kemur grein Aage Roussells rnn húsagerð á
Atlantshafseyjum, meðal annars Islandi. Ég nefni þennan þátt lítillega
síðar. Næst er stutt, en fróðleg grein eftir Gerhard Fischer um norsk
miðaldavirki eða kastala, með ágætum uppdráttum eftir höfundinn, sem
er arkitekt. Vilh. Lorenzen ritar um húsagerð og híbýlaháttu í Danmörku
á miðöldum, Bengt Söderberg og Sigurd Erixon um sænska herragarða
og klaustur, enn fremur um byggingar í sænskum bæjum, Gunnar Svahn-
ström um miðaldahibýli á Gotlandi. Að lokum skrifa Sigurd Erixon, Halvor
Vreim og Axel Steensberg um miðaldabændabýli í Svíþjóð, Noregi og
Danmörku.
Bók þessi er 416 blaðsíður og myndir margar. Allir eru höfundarnir
þekktir fræðimenn, og gefa greinar þeirra eflaust glögga mynd af því
stigi, sem rannsókn þessara fræða stendur á nú. Þó ætla ég mér ekki þá
dul að reyna að leggja dóm á þetta geysistóra og fjölþætta verk, en verð
að láta nægja að víkja nokkrum orðum að þætti þeim, sem Islandi er
helgaður. íslenzk húsagerð er að visu ekki stórglæsileg, en þó er þéttur
hennar i samnorrænni sögu þessa efnis allmerkilegur, og má nærri geta,
að henni séu ekki gerð ýtarleg skil á 8 blaðsíðum af 416. Ber þó að líta á,
að þetta er yfirlitsverk og ekki hægt að ræða neitt til hlitar. Dr. Roussell
er maður með mikla reynslu í fomleifagrefti á Grænlandi, og af ís-
lenzkri fornleifafræði hefur hann töluverð kynni. Þáttur hans um Is-
land í þessari bók er stuttur útdráttur úr doktorsritgerð hans, sem ég
skrifaði alllangan ritdóm um í Skírni 1946, og er hér ekkert að
finna, sem er ekki éður fram komið í þeirri bók eða bókinni Forn-
tida gardar i Island. Þótt í stuttu máli sé, gerir höfundur skilmerkilega
grein fyrir gerð hinna fyrstu húsa hér á landi og þróun hennar í bæjar-
gerð þá, sem nú er kölluð Þjórsárdalsbær. Hins vegar getur hann að engu
þeirra grunsemda, sem nú eru fram komnar um, að Þjórsárdalsbæirnir
séu miklu eldri en frá 1300, svo sem hann telur fullvíst. Enn er hér haldið
fram þeirri skoðún, að islenzki gangabærinn sé grænlenzk uppfinning,
sem síðan hafi borizt til Islands. Það er ákaflega ósennilegt, að þetta geti
verið rétt, en ekþi hægt um vik að afsanna það áþreifanlega að svo stöddu.
Þá skýrir dr. Roussell hér enn frá þeirri skoðun sinni, að hofrúst svo-
nefnd á Hofstöðum sé í rauninni tóft forns skála, enda hafi einnig „hof-
rúst“ á Lundi, sem upp var grafin 1939, reynzt bær af Þjórsárdalsgerð.
Hér hefði þó mátt seilast enn dýpra, því að „hofið“ á Lundi hefur áreið-
anlega verið fjós og hlaða og ekkert annað.
Þó að þessi ritgerð Roussells um íslenzka húsagerð sé skýr og ekki