Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 242
238
Ritfregnir
Skírnir
óskemmtileg, tel ég, að í þessu yfirlitsverki hefði tal hans um grænlenzk-
an uppruna gangabæjarins og hofrústirnar átt að víkja fyrir staðbetri
fróðleik. 1 þessari bók eru íslenzkar miðaldabókmenntir að heita má alveg
sniðgengnar sem heimildir um húsakost. Þessu efni hefði þó átt að gera
skil í sérstökum þætti, þar sem meðal annars hefði komið fram hinn
mikli orðaforði um hús og híbýli, sem þar er geymdur. Kaflinn um Island
er um of bundinn við fornleifar, ekki sízt af því að hann er þá ekki
fullkominn að því leyti heldur. Hann er skrifaður 1940 og er þegar að
nokkru úreltur.
Krístján Eldjárn.
Jan Petersen: De norske vikingesverd. Kristiania 1919. Yikinge-
tidens smykker. Stavanger 1928. Vikingetidens redskaber. Oslo 1951.
Loksins liggur fullskapað fyrir framan okkur stórvirki dr. Jans Peter-
sens, safnstjóra í Stafangri, um vopn, skartgripi og verkfæri víkingaaldar,
þrjár bækur undir ofangreindum titlum, alls um 1000 stórar síður ásamt
mörgum hundruðum mynda. Loksins, af því að hann hóf undirbúning
þessa starfs 1912, en síðasta bókin kom út 1951. Hér liggur heil manns-
ævi á bak við, eða öllu heldur tómstundir heillar mannsævi, því að Jan
Petersen hefur alla ævi gegnt safnmanns hversdagsskyldu, auk þess gert
fjölda uppgrafta, einkum í tóftum járnaldarhúsa, og skrifað auk þessara
þriggja margar bækur og ritgerðir um margvísleg fornfræðaefni. Á unga
aldri gerði hann sér ljósa þá nauðsyn, að komið yrði lögum gerðþróunar
og tímatals yfir hin gegndarlausu kynstur járnaldarminja, einkum þó
vikingaaldarminja, sem hrúguðust upp í öllum norskum söfnum og raunar
öllum fomleifasöfnum á Norðurlöndum. Þar ægði öllu saman, og vissu-
lega flutu innan um hversdagsleikann gersemar, sem freistandi var að
hremmsa til sín og gera að lystisnekkjum fyrir andríki sitt. En Jan Peter-
sen hefur séð, að ekki varð umflúið, ef fræðigreinin átti að rísa á traust-
um grunni, að leggja til atlögu við allan efniviðinn í heild sinni, smátt
og stórt, ljótt og fagurt, flokka og fella í kerfi, rekja þróunarferil gerð-
anna og skipa í tímaröð. Þá fyrst gæti fornleifafræðin borið þau blóm,
sem ekki féllu í fyrstu frostkælunni. Þetta sáu eflaust aðrir ágætir norskir
fornleifafræðingar, en svo hefur rás viðburðanna til hagað, að Jan Peter-
sen varð til að vinna verkið og hrósar nú frægum sigri.
Hann byrjaði á víkingasverðunum og öðrum vopnum. Norsku sverðin
voru undirstaðan, en auk þess tók hann tillit til víkingasverða, hvar sem
hann spurði til þeirra. Honum tókst að rekja þróun sverðanna frá upphafi
víkingaaldar til loka heiðins grafsiðar, finna afstæðan aldur hinna mörgu
gerða og raunverulegan aldursmun, eftir því sem hið stutta skeið víkinga-
aldar leyfir slikt. Þessu næst sneri hann sér að skartgripunum. Sú rann-
sókn er bæði um gerðþróun þeirra og skrautstíl eða með öðrum orðum
þáttur af listsögu víkingaaldar. Á þvi sviði hafði Haakon Shetelig áður
rækilega rutt brautina í hinu sígilda riti sinu um Vestfoldarskólann í