Skírnir - 01.01.1953, Side 243
Skírnir
Ritfregnir
239
norskri vikingaaldarlist (Osebergfundet III). Og loks kom röðin að hinum
óæðri gróðri, hversdagsáhöldunum, sem hvorki stafar af listrænn ljómi
né vígafrægð hetjualdar. Hér er uppskeran mest að vöxtum, og meðal
þeirra gripategunda, sem þar er um fjallað, eru ýmsar, sem reynzt hafa
ágætir tímamælar og engu síðri en vopnin og skartgripirnir. Með þessari
þriðju og síðustu þók sinni hefur Jan Petersen lokið hinni löngu ferð sinni
um minjar víkingaaldar og ekkert skilið eftir nema silfurfundina, sem
Sigurd Grieg tók að sér og gerði sams konar skil árið 1929.
öll þessi verk Jans Petersens eru miðuð við það að koma á tímatali í
fornleifafræði vikingaaldar, en það er leiðarljós fræðigreinarinnar, og án
þess verður ekki komizt þversfótar. Eftir því sem ég veit bezt, hefur Jan
Petersen tekizt þetta svo vel, að hið fyrsta verk hans stendur að lang-
mestu leyti óhaggað ekki síður en hið síðasta. Þessar bækur eru orðnar
lifsnauðsyn fyrir víkingaaldarfræðina, handbækur, sem hver rannsóknar-
rnaður á þessu sviði verður að hafa innan seilingar á skrifborði sínu, ef
hann á að vera með hýrri há. Skylt er að meta þetta að verðleikum, og
hér eigum við Islendingar þakkarskuld að gjalda eins og aðrir norður-
menn. I bókum sinum hefur Jan Petersen haft hliðsjón af íslenzkum
fornleifum eftir þörfum, enda á að mega nota þær bæði til að styðja að
aldursákvörðun forngripagerða í Noregi og gefa bendingu um landnám
Islands, án þess að úr verði vítahringur. En það er notagildi þessara bóka
við greiningu nýrra funda, sem mest er um vert fyrir okkur eins og
aðra. Til þeirra grípum við eins og málfræðingur til orðabóka. Auk þess
hljóta þær að vera ómetanleg hjálparhella við rannsókn fornbókmennt-
anna. I þeim blasir við veigamikill hluti af verkmenningu sögualdar,
sýnishorn allra vopna, skartgripa og áhalda, er af málmum voru ger.
Þar eru ljósmyndir af mörgum þeirra muna, sem um getur í fornrit-
unum, og miklar vangaveltur má spara með því að skoða þær. Góð er
að sínu leyti bók Falks um vopn fornmanna, en þó bezt, ef De norske
vikingesverd stendur við hlið hennar í bókaskápnum. Sjálfur segist Jan
Petersen hafa ætlað að skrifa sérstaklega um vopnabúnað fornbókmennt-
anna í ljósi fornleifafræðinnar, og er vonandi, að sú hugmynd megi enn
verða að veruleika.
Jan Petersen hefur ekki valið sér það ljúfa hlutskipti að lesa sjálfsáin
skrautblóm á túni fræðigreinar sinnar. Hann hefur ræktað það með elju,
svo að það megi bera margfaldan ávöxt síðar, og veit enginn, hvílík
þrautseigja og trúmennska við hlutverk sitt liggur að baki bókum sem
þessum þremur. Jan Petersen er maður nokkuð við aldur. Hann getur
nú litið yfir verk sitt og glaðzt, ekki af þvi að hann sjái, að það sé
harla óskeikult, því að hann gerir sér manna ljósastan fallvaltleik ein-
stakra atriða í þessari ungu fræðigrein, heldur af því að hann má vita,
að hann hefur þokað henni drjúgan spöl í áttina til þess óskeikulleika, sem
að er stefnt, en aldrei næst.
Kristján Eldjárn.