Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 244
240
Ritfregnir
Skirnir
Hákonar saga Ivarssonar. Udg. ved Jón Helgason og Jakob Benedikts-
son. Samfund til udg. af gl. nordisk litteratur. Kh. 1952.
Hákon Ivarsson, Hlaðajarlinn síðasti, hvarf úr veraldarsögu á ógleyman-
legan hátt. Eftir siðasta ósigur sinn fyrir Haraldi harðráða týndist hann
í skóginn, haldinn dauður, en þá reið að konungsliðinu maður um þvera
götu, vá þann, sem hið hertekna jarlsmerki bar fyrir konungi, greip
merkisstöng og hleypti með þann sigurfeng í skóga, gunnfánann frá
Magnúsi góða. Haraldur þurfti eigi að spyrja, hver þetta lék, og mælti
skjótt: „Lifir jarl; fái mér brynju mína.“
Þannig segir í Heimskringlu, en Hákonarsagan, sem varðveitzt hefur
á norrænu í skinnbókarbrotum (AM 570a), nær ekki svo langt, hotn
vantar þar, og miklar eyður eru í sögunni framar. Menn hafa séð, að
Snorri hefur haft þessa sögu fyrir aðalheimild um Hákon ívarsson og
stytt frásagnir þaðan, en litlu efni breytt. 1 þeim köflum, sem vantaði
í Hákonarsögu, hafa menn hingað til ekkert vitað fyrir víst, hvað Snorri
hefur úr henni tekið heilli. Hið týnda virtist jafnglatað og hinn sigraði
jarl.
1 þessari útgáfu er í fyrsta sinn birtur og notaður Hákonarsögu-
vítdráttur á latínu úr handriti A. S. Vedels, Gl. kgl. Saml. 2434, 4to, og
með þeim undraverða árangri, að minnir á táknræn lokaorð ævintýrsins:
Lifir jarl; lifir Hákonar saga ívarssonar.
Þannig er hægt að sýna nokkurn veginn með samanburði við útdrátt-
inn (sbr. einnig hinn óskylda Morkinskinnutexta um sömu atburði), hvar
og hve langt Snorri fylgir Hákonarsögu og birtir hana í Heimskringlu.
Það er rakið af Jakob Benediktssyni (Indledning xiii—-xxvii). Og út-
drátturinn hjá Vedel mun vera verk Arngríms lærða, er hann dvaldist í
Khöfn 1592—93. Þarlendis hefur svo glatazt heila Hákonarsöguhandritið,
sem útdrátturinn var úr, og er AM 570a lakara handrit.
Aðra þætti þessarar Hákonarsöguútgáfu hefur Jón Helgason prófessor
annazt og sýnt þar hina frábæru vandvirkni sína og vísindalegan strang-
leik. I þeim kafla inngangs, sem kallast Sagaen, greinir Jón einkar ljóst
afstöðu sögunnar til annarra 13. aldar rita (t. d. Morkinskinnu) og hrekur
ummæli þeirra, sem töldu hana bera mikil merki unglegra stílbreytinga.
Hið „unglega" eru einmitt stíll og efnismeðferð frá 13. aldar byrjun.
Útgefendur byrja inngang með því að benda á þá sérstöðu, að þetta
er eina fomsagan, sem til er um Norðmann, sem aldrei varð þjóðhöfðingi.
En því er viðbætt (bls. xxvii), að hún var eins konar framhald af
(týndri) sögu Hlaðajarla, sem Snorri notaði. Þess mætti og til geta, að
Orkneyingasaga, jafngömul Hákonarsögu eða eldri, hafi aukið stórum
áhuga einhverra íslendinga að rita um Hákon Ivarsson, því til hans og
Ragnhildar konu hans, konungsdóttur, röktu Orkneyjajarlar allt hið göfg-
asta í blóði sínu, og fyrir það m. a. hugðu Oddaverjar gott til blóðblönd-
unar við þá. En þeim, sem slíka ætt höfðu, þótti sjálfsagt, eins og Orkn. s.
(34. kap.) segir um Hákon Eyjajarl, dótturson þeirra Ragnhildar, „at