Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 247
Skírnir
Ritfregnir
243
fram ágæt Jiekking á hinum fornu fræðum, svo og rannsóknum á þeim,
en hér leggur höf. mest fram frá sjálfum sér. Ari fær ítarlegan kafla, svo
sem vert er, og hefur höf. krufið vandamálin til mergjar af gaumgæfni
og dómvisi. Ef nokkuð væri, þætti mér efamál, hvort nóg væri gert úr
því, sem önnur útg. Islendingabókar hefur fram yfir hina fyrstu. En það
var eitthvað, því að Ari segir það sjálfur. Þetta dregur úr trúnni á, að
1. útg. hafi verið mjög ítarleg, og eykur trúna hæði á tilvist sjálfstæðrar
Landnámu og auk þess hrota (schedae). Að því, sem segir af uppruna
ritlistar og um þýðingar úr erlendum ritum, er mikill fengur, það mál
hefur höf. haft sérstaklega til rannsóknar, og er þess ærin þörf. Úr nafni
V. þáttar hefði ef til vill verið gætilegra að sleppa fyrra helmingi (The
School of Hólar), því að Skálholt, Oddi og Haukadalur koma líka til
greina, þegar rætt er um þýðingar helgar.
I VI. þætti er fjallað um skáldskap dróttkvæðakyns á tveimur fyrstu
öldum kristninnar. Aftur kemur fram hinn góði skilningur höf. á kveð-
skap fornskálda, sem er vitanlega ekki algengur meðal útlendinga. Sér-
staklega vænt þykir mér um það, sem hér segir um helgikvæði 12. aldar,
einkum Harmsól. Mér virðist Jan de Vries hafa missýnzt hraparlega í
dómi hans um þessi kvæði, og er ánægjulegt að sjá, að hlutur þeirra er-
lendis er nú aftur réttur. —• Við lok þessa kafla hefði ég kosið Sólarljóðum
sæti, því að þrátt fyrir allt tel ég líklegast, að það kvæði sé ort um 1200.
Sjöundi kaflinn er langur og fjallar um sagnaritun á síðara hluta 12.
aldar. Er þar reynt að rekja þá þróun, sem leiddi til hins klassiska tíma-
bils íslenzkra bókmennta, sem telja má, að hefjist á fyrstu áratugum 13.
aldar og Ijúki, þegar fallin er í valinn sú kynslóð, sem ólst upp síðustu
áratugi þjóðveldisaldar. Við lok 12. aldar hefur höf. endað að segja frá
,upphafi‘ íslenzkra bókmennta, sem nafn ritsins segir, að bókin fjalli um,
og er því ekki rætt um 13. aldar bókmenntimar nema í ,eftirmála‘ og í
stuttu máli.
I sjöunda kafla kemur m. a. að því að ræða um hinar munnlegu
heimildir sagnaritanna. Hér kemur að vandasömu efni. Varðveittar eru
aðeins fáeinar vísur, allt hitt er gjörsamlega glatað, og sjaldnast veita
óháð rit hjálp til að ákveða munnlegar heimildir. Margir fræðimenn hafa
þá gert sér það til hægri verka að gera ráð fyrir, að skrifaða heimildin
sé ekki annað en bein uppskrift munnlegrar sögu. Slíkt gerir allt einfalt
og auðvelt. Það er eins og ef sagnfræðingur tæki heimild sína orðalaust
trúanlega, hvernig sem hún er. En raunar eru sagnfræðingar nú hættir
að gera það, þeir telja heimildarýnina meira að segja uppsprettu allrar
sannrar sagnfræði. Á líkan hátt er rannsóknarlaus trú á, að fornsögurnar
séu einfaldar uppskriftir munnlegra sagna, ekki annað en óskhyggja.
Fræðimaðurinn gefur sér þar það, sem hann átti að sanna
Höf. bókar þeirrar, sem hér er um rætt, fjölyrðir ekki mikið um munn-
legar heimildir sagnanna, — hann hefði getað og mátt segja meira um
það efni en hann gerir, — en það, sem hann segir, sýnir vísindalega sam-