Skírnir - 01.01.1953, Side 249
Skírnir
Ritfregnir
245
bindinu, sem fjallar um bókmenntasögu Norðurlandaþjóða fyrir siðaskipti,
því að fenginn var til að stjórna því prófessor Sigurður Nordal, nú sendi-
herra í Kaupmannahöfn. Var þar fortakslaust valinn hinn rétti maður.
Sökum erfiðleika, er leiddu af stríðinu, kom þetta bindi út í tveimur
deildum, hin fyrri, um bókmenntir Dana, Finna og Svía, 1943, og rituðu
þá kafla Hans Brix og Rolf Pipping. Nú kemur síðari deild bindisins, um
bókmenntir Islendinga og Norðmanna, og er þar verkum skipt svo, að
tun kveðskapinn hefur skrifað Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn,
en um rit i óbundnu máli Sigurður Nordal. Sú var ætlunin, að um lær-
dómsrit, svo sem rit á latínu, þýðingar, biskupasögur, málfræðiritgerðir
og Snorra-Eddu o. s. frv., skyldi Fredrik Paasche f jalla, en því miður and-
aðist hann, áður en það yrði. Hefði hann getað ausið af hinni einstöku
þekkingu sinni í þessum efnum, og má ætla, að hann hefði gert hcr yfirlit
yfir allar rannsóknir sínar og athuganir á þessu sviði. Hefði það án efa
verið ómetanlegt. Það skarð, sem hér varð, hefur ekki verið fyllt á þann
hátt, að annar hafi skrifað um þetta efni, en Sigurður Nordal skrifar
hreint ekki litið um það, svo að varla er von á meira í riti, sem
hlýtur þó fyrst og fremst að eiga að fjalla um hinar frumlegu norrænu
bókmenntir, þær, sem tilheyra heimsbókmenntunum. Hitt hefði svo vel
mátt hugsa sér, að skipt hefði verið á annan veg, þannig, að einn
kafli hefði verið um bókmenntir Norðmanna sérstaklega. Vissulega lætur
Sigurður Nordal þær ekki verða útundan. Og auðvitað er stundmn mikl-
um vandkvæðum bundið að greina sundur íslenzkt og norskt (einkum í
trúarlegum ritum), en því betur sem að er gáð, því meiri verður munur
á þessum tveimur þjóðfélögum og menningu þeirra — og sá munur hlýtur
að valda þeim mikla mun, sem er á bókmenntum þessara tveggja þjóða.
Þessi deild bindisins skiptist svo milli höfundanna, að Jón Helgason
skrifar 177 blaðsíður, en Sigurður Nordal tæpar 100. Þessu fylgir, að
Jóns kafli er miklu ítarlegri og þar er unnt að minnast á miklu meira af
einstökum atriðum, en Sigurður leggur megináherzlu á aðalatriði, þó að
furðu margt fljóti með í ekki lengra máli. 1 heild sinni eru þessir kaflar
næsta ólikir, en sameiginlegt er þeim eitt: að þeim er ómetanlegur fengur,
þeir eru meðal hins allra bezta, sem birzt hefur langa-lengi til yfirlits
um fornar íslenzkar og norskar bókmenntir. Um kunnáttu í íslenzkum
bókmenntum þurfa þessir tveir fræðimenn einskis vottorðs við. Verk
þeirra í þessu bindi birtir þekkingu, sem þeir hafa öðlazt við áralangar
rannsóknir og umhugsun um efnið, og báðir hafa þeir lagt sig fram við
það og unnið vandlega.
Jón Helgason hefur hér samið handbók í hinum forna kveðskap. Hún
er gerð af mikilli dómvísi, gætni og gagnrýni. Ævinlega er hér greint
milli þess, sem víst er, og hins miður vissa, og þegar ekki er annars kostur
en fara út á hafsjó óvissu og getgátna, reynir höf. þó alltaf að fara með
löndum.
Nokkuð yfir helming af grein Jóns fjallar um eddukvæðin, og er það