Skírnir - 01.01.1953, Side 250
246
Ritfregnir
Skímir
afbragðs yfirlit. Um hetjusögur og um eyðuna í Konungsbók fylgir Jón
mjög skoðunum Heuslers. Það má segja, að varla er annars að vænta og
ekki leiðum að líkjast. Eigi að síður finnst mér höf. láta hér af sinni vana-
legu gætni. Víst segir hann, hvenær vissuna þrýtur og möguleikarnir
taka við, en hann er nú gjarnari að trúa en stundum, þegar minni er
ástæða til grunsemi (t. d. í dróttkvæðunum). Túlkanir Heuslers á hetju-
sögunum eru glæsilegar, hugmyndir hans hafa „klare konturer“, en villir
það mönnum ekki sýn um undirstöðuna?
Á einum stað er þó langt á milli þykkju þessara tveggja vísindamanna,
en það er um tímasetningu eddukvæða. Heusler var þar furðu bjartsýnn,
en Jón finnst mér vera óþarflega svartsýnn. Mér virðist þetta mál hreint
ekki vonlaust, ef allra gagna er leitað og með þau farið af skynsemd;
mismunandi skoðanir Péturs og Páls er ekki ráð að láta hræða sig.
Kaflanum um dróttkvæðin er svo hagað, að þau eru flokkuð eftir efni;
verða þá kvæði um goðafræði og fornhetjur fyrst, þá ættartölukvæði,
hirðkvæði o. s. frv. Með þessu fæst yfirlit yfir kvæði hvers flokks. Hve
vel getur á því farið, sýnir kafhnn um lausavísur, sem mér finnst einhver
hinn allra skemmtilegasti. Auk þess getur það verið nógu fróðlegt að sjá
einu sinni gerða grein fyrir, hvað til er af hverjum flokki og hversu ein-
kennum hans er háttað. Hitt er svo annað, hvort ástæða er að fara alltaf
eins að. Á þessu er sá galli, svo að dæmi sé nefnt, að kvæði Egils dreifast
milli flokka og hvergi er samfelld lýsing á honum. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft, hygg ég affarasælla að raða í tímaröð eftir höfundum. Geta
skal ég þess, að þessi þáttur í ritgerð Jóns virðist mjög heppileg undir-
staða greinanna um þessi efni í hinni norrænu menningarsögulegu orða-
bók, sem nú er á döfinni.
Eitt af því, sem Jóni Helgasyni þykir mæla með skiptingu dróttkvæð-
anna í flokka, er það, að oft er óvíst um uppruna og aldur. Eigi að síður
gera þó bæði hann og aðrir ráð fyrir því — af almennum ástæðum, að
þorri hirðkvæðanna sé rétt feðraður. Verulegur vandi er ekki, fyrr en
kemur að lausavísunum. Stundum sýnir mál aldur, örsjaldan stíll, en
þegar af því sleppir, virðist langoftast ekki að ræða um nokkur raunveru-
leg aldursmerki. Áhrif frá eldri kvæðum, sem oft eru nefnd sem rök-
semd um ungan aldur kvæða, held ég hafi átt sér stað alla tíð og sé
miklu meira af þvi á hinu svonefnda klassiska tímabili dróttkvæðanna
en vanalega er talið. Skoðun mín á tímasetningu lausavísna er því nærri
skoðunum Jóns, og erum við töluvert tortryggnari á getu vísindamanna í
þessu efni én t. d. Sigurður Nordal.
1 sambandi við það, sem hér er sagt um það vandamál, sem tima-
setning eddukvæða og dróttkvæða er, get ég ekki stillt mig um að geta
þess, að enn miklu vafasamari er tímasetning sagnadansanna. Sú tilhneig-
ing hefur gert mjög vart við sig á síðari áratugum að reyna að skýra
yngstu eddukvæði með þeim. Það sýnist mér nokkuð glæfralegt. Er ekki
kominn tími til að gera að nýju alvarlega athugun á því, hvort sagna-