Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 252
248
Ritfregnir
Skímir
breytilegt, og oft verður erfitt að finna haldgóð rök um það. En þessi
skilningur á ritun sagnanna færir þær úr heimi jarteiknanna inn í heim
hins enn dýrlegra veruleika.
1 bók sinni um Snorra Sturluson 1920 fjallaði Sigurður um hinar and-
stæðu stefnur, sem íslenzk sagnaritun verður til við, og þróun hennar í
sjónhendingu að kalla. 1 Egils sögu 1933 reynir hann verulega að rekja
hinar krókóttu slóðir hennar niðri á jörðinni. Hann gerir grein fyrir hin-
um sunnlenzka skóla: stefnu Ara og annara hinna varkáru, fróðu manna
— og Þingeyraskólanum: stefnu hinna frásagnaglöðu og óvarkáru klaustur-
manna. Sem eins konar æðri einingu þessara andstæðna sér hann svo
verk Snorra. í þessari ritgerð er allt þetta rakið nánar og Islendingasögur
settar inn i þetta kerfi. Aðeins fáar þeirra hyggur hann eldri en Egils
sögu og undir beinum eða óbeinum áhrifum frá Þingeyrum. Allar hinar
séu svo undir áhrifum frá Egils sögu, og telur hann flestar eða allar
þeirra yngri en 1230. Síðan er þróun sagnanna rakin, þannig að þær eru
taldar fram í flokkum. Með Njálu og Hrafnkels sögu seint á öldinni nær
þessi bókmenntategund hámarki sínu; síðan koma svo enn tveir flokkar.
Mjög er framsetning þessarar kenningar glæsileg. En að sjálfsögðu er
hér margt óvíst, og hlýtur að vera það, þar sem þekkingin er enn í
molum. Ég nefni sem dæmi aldur Islendingasagna. Finnur Jónsson hafði
forðmn eins konar ruslakistu: „kringum 1200“, sem hann notaði óspart.
Nú er ég farinn að verða hræddur við ártalið 1250. f rauninni virðist
aldur margra sagna, sem Sigurður telur í 2. flokki (bls. 244), býsna óviss.
Víst voru Þingeyramenn merkilegir, en mundi ekki vera unnt að mikla
fyrir sér hlut þeirra? O. s. frv.
Það er auðvitað mál, að í ritgerð sem þessari, þar sem reynt er að
skapa leiðsögukenningu um slíkt efni, hlýtur sumt að orka tvimælis eða
vekja efasemdir. Það getur ekki öðruvisi verið. Það er mikill kostur á
ritgerðinni, að auðsætt mun af orðalaginu að öllum jafnaði, hvað er vitað
eða heimildum stutt og hvað tilgáta, enda er slíkt nauðsynlegt í riti, sem
ætlað er jafnt ófróðum sem fróðum. Þannig fá þá báðar ritgerðir bókar-
innar að þessu leyti sama svip, þó að annars séu ólíkar.
Með þessu verki hafa báðir höfundarnir gert landi sínu sóma.
E. Ó. S.