Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1980, Page 37

Skírnir - 01.01.1980, Page 37
SKÍRNIR LOFTUR Á LEIKSVIÐINU 35 reglur sem ganga í berhögg við þær leikreglur sem kapítalism- inn grundvallast á. Þó að íhaldsöflin þykist standa sameinuð um allt sem gott er og nytsamlegt, leynast æpandi mótsagnir á bak við grímu eindrægninnar. Eigi menn að komast af í þessu þjóðfélagi verða þeir að gæta þess að halda jafnvægi milli and- lega valdsins og hins veraldlega; brjóti þeir reglur annars hvors eru þeir dæmdir til ósigurs og dauða. Og í því er harmleikur Lofts einmitt fólginn. Áður en við skoðum sögu Lofts skulum við beina athyglinni að annarri persónu sem tekst það sem Lofti mistekst, blinda ölmusumanninum. Hann er auðsæilega af öðru sauðahúsi en hinir betlararnir; sú var tíðin að honum var boðið til biskups- stofu og ráðsmaðurinn talar undarlega kumpánlega til hans. Hann hefur guðsorð á hraðbergi og talar af mikilli lotningu um biskupinn og kirkjuna, en telur samt ekki eftir sér að bera Lofti óguðlega bók og fá greitt fyrir vikið. Siðgæði blinda mannsins er æði tvöfalt, því að til þess að komast af og safna að sér dálitlum efnalegum gæðum brýtur hann gegn boðum kirkjunnar. Það kemur einnig fram að sálarró hans hefur ekki ævinlega verið jafn stöðug; „Ég óskaði þangað til það varð mér til syndar. Þegar ég lét af að óska fékk ég loksins frið í sálina,“ segir hann við Loft og „óskin“ er þarna greinilega löngun í ver- aldleg gæði og áhrif. Um leið og hann lét af að óska sér þeirra hætti samviskan að angra hann og hann komst í sátt við sjálfan sig. Hann lifir lífi sínu að vísu í skugga — blindan er táknræn fyrir vanmátt hans sem þjóðfélagsveru — en hann er ekki út- skúfaður, og hann kemst af. Blindi maðurinn er tákngervingur þess lífs sem lifað er í sam- félagi leikritsins og með honum koma inn í verkið tvö önnur tákn, sem síðar tengja hlutskipti hans örlögum Lofts. Þetta er gömul bók í tréspjöldum og lítil stúlka. Upphafsstafur bókar- innar er letraður með rauðu bleki og Rauðskinna nefnist sú „bók máttarins" sem Loftur verður að ná í í þriðja þætti. Litla stúlkan er einnig tengd við persónu sem síðar tengist Lofti. Þegar biskupsfrúin sér hana minnir hún hana svo á dóttur sína, Dísu, að hún gefur henni gamlan kjól af dóttur sinni. Og sjálfur segir Loftur síðar: „Hjartað í mér barðist af gleði, af því ég sá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.