Skírnir - 01.04.1990, Page 13
RUSSELL POOLE
Orðræðan í konungakvæðum
dróttskálda
Hvort SEM litið er á konungakvæði frá sjónarhóli bókmennta eða
sagnfræði eru þau oftast talin hornkerlingar. Sagnfræðingar, einkum
þeir sem fást við sögu Englands, kveða margir hverjir ábúðarmiklir upp
þann dóm að konungakvæði séu „ekki sagnfræði“ og þar sem ég starfa
við enskudeild háskóla fer engan veginn fram hjá mér að flestir starfs-
bræður mínir telja að þau séu ekki bókmenntir. Þessi hornkerlingarsess
þeirra gerir það að verkum að þau henta einkar vel til þess að sannreyna
nokkrar nýlegar kenningar í bókmenntafræði og sagnaritun, og þá
einkum hugmyndir Fredrics Jameson um forkapítalískar myndir orð-
ræðunnar í bókinni The Political Unconscious.' Ég ræði fyrst stöðu
konungakvæða sem sagnaritunar, síðan stöðu þeirra sem bókmennta og
loks tengsl þeirra við greiningaraðferð sem þykist ná yfir bæði þessi
svið. \
Af konungakvæðum beini ég sérstaklega athyglinni að stuttu en
óvenjulegu kvæði, Liðsmannaflokki, sem varðveitt er í heild að því er
virðist í tveim sögum Ólafs helga, bæði í Helgisögunm og þeim brotum
sem varðveist hafa úr Ólafssögu Styrmis.1 2 Ég vík einnig að tveim öðrum
sams konar kvæðum, Darraðarljóðum og drápu eftir Þjóðólf Arnórs-
son sem ég hef áður reynt að sýna fram á að sé sá hluti Sexstefju sem
1 The Political Unconscious. Narrative as a Socially Symbolic Act, Ithaca,
New York: Cornell University Press, 1981. I ritgerðinni vitna ég oft til
þessarar athyglisverðu bókar. Ágætur inngangur að verkum Jamesons er
bók William C. Dowling,]ameson, Althusser, Marx: An Introduction to the
Political Unconscious, Ithaca, New York: Cornell University Press, 1984.
2 Óláfs saga hins helga. Efter ... Delgardiske Samling nr. 811, útg. O.A.
Johnsen, Kristiania: Jacob Dybwad, 1922, bls. 11. Flateyjarbók, útg. C.R.
Unger og Guðbrandur Vigfússon, Christiania: P.T. Malling, 1860-68,
3:237-39.