Skírnir - 01.04.1990, Page 14
8
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
fjalli um Nizarorrustu.3 Kvæðið Liðsmannaflokkur er ekki handhægt
og þess vegna birti ég það hér í heild.4
LIÐSMANNAFLOKKUR
1. Göngum upp, áðr Engla
ættlönd farin röndu
morðs ok miklar ferðir
malmregns stafar fregni:
verum hugrakkir Hlakkar
hristum spjót ok skjótum,
leggr fyr órum eggjum
Engla gnótt á flótta.
2. Margr ferr Ullr í illan
oddsennu dag þenna
frár, þars foeddir órum,
fornan serk, ok bornir:
enn á enskra manna
ölum gjóð Hnikars blóði;
vart man skald í skyrtu
skreiðast hamri samða.
3. Þollr mun glaums of grímu
gjarn síðarla árna
randar skóð at rjóða
roeðinn, sás mey foeðir:
berr eigi sá sveigir
sára lauks í ári
reiðr til Rínar glóða
rönd upp á Englandi.
1. Göngum á land áður en hermenn
og miklir herir fregna að farið er
herskildi um ættlönd Engla:
verum hugrakkir í orrustu, hrist-
um spjót og skjótum. Gnótt
Engla leggur á fljótta fyrir sverð-
um okkar.
2. Margur frár hermaður fer í dag í
illan fornan serk þar sem við
vorum fæddir: ölum enn hrafninn
á blóði enskra manna. Varkárt
skáldið fer í hamarsmíðaða skyrtu
[þ.e. brynju].
3. Sá ræðni gleðimaður sem elur upp
stúlkuna vill ógjarna rjóða sverð
sitt [blóði] að nóttu: hermaðurinn
ber ekki skjöld á enskt land upp
svo árla, reiður í leit að gulli.
3 Russell Poole, „The Cooperative Principle in Medieval Interpretations of
Scaldic Verse ...“, Journal of English and Germanic Philology, 87 (1988),
159-78.
4 Textinn og vísnaskýringarnar eru tekin, með smávægilegum breytingum,
úr grein minni „Scaldic Verse and Anglo-Saxon History: Some Aspects of
the Period 1009-1016“, Speculum, 62 (1987), 265-98. Þar er einnig ýtarlegar
greint frá heimildum og sögulegt inntak kvæðisins rætt. Til þess að lengja
þessa grein ekki úr hófi hef ég ekki tekið það efni aftur upp hér.