Skírnir - 01.04.1990, Page 15
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
9
4. Þóttut mér, es ek þátta,
Þorkels liðar dvelja -
sóusk eigi þeir sverða
söng - í folk at ganga,
áðr an ?hauðr? á heiði
hríð víkingar kníðu -
vér hlutum vápna skúrir -
varð fylkt liði - harða.
5. Hár þykki mér, hlýra,
hinn jarl, es brá snarla -
mær spyrr vitr ef væri
valköstr - ara föstu:
en þekkjöndum þykkir
þunnblás meginásar
hörð, sús hilmir gerði
hríð, á Tempsar síðu.
6. Einráðit lét áðan
Ullkell, þars spjör gullu -
hörð óx hildar garða
hríð - víkinga at bíða:
ok slíðrhugaðr síðan
sátt á oss hvé mátti
byggs við bitran skeggja
brunns; tveir hugir runnu.
7. Knútr réð ok bað bíða -
baugstalls - Dani alla -
lundr gekk röskr und randir
ríkr - vá herr við díki:
nær vas, sveit þars sóttum,
Syn, með hjalm ok brynju,
elds sem olmum heldi
elg Rennandi kennir.
8. Ut mun ekkja líta -
opt glóa vópn á lopti
of hjalmtömum hilmi -
hrein sús býr í steini
hvé sigrfíkinn sœkir
snarla borgar karla -
dynr á brezkum brynjum
blóðíss - Dana vísi.
4. Ekki þóttu mér Þorkels liðar
dvelja að ganga í orrustuna - þeir
óttuðust ekki söng sverða - áður
en víkingarnir háðu harða ?land?
orrustu á heiði. Vér hlutum skúrir
vopna - liði var fylkt.
5. Jarlinn sem snarlega brá ara föstu
virðist mér ágætur - vitur mær
spyr hvort valköstur væri - en
orrustan sem konungur háði á
bökkum Tempsár þykir bog-
mönnum hörð.
6. Úlfkell lét áðan einráðið að bíða
víkinga þar sem spjót sungu -
orrustan harðnaði - og á eftir
mátti sjá á okkur hvað hinn
harðskeytti maður mátti gegn
ósáttfúsum steinbyggjanum;
ósamþykki varð.
7. Knútur ákvað og skipaði öllum
Dönum að bíða - voldugur
hermaður fór röskur í orrustu -
her barðist við síki. Kona, þar
sem við mættum óvinahernum,
með hjálm og brynju, var eins og
menn héldu ólmum elgi.
8. Siðprúð ekkjan sem býr í steini
mun líta út - oft glóa vopn á lofti
ofan við hjálmklæddan konung-
inn - [til þess að sjá] hvernig
leiðtogi Dana, ákafur í sigur,
sækir snarlega gegn varðsveitum
borgarinnar; sverðið dynur á
breskum brynjum.