Skírnir - 01.04.1990, Page 16
10
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
9. Hvern morgin sér horna
Hlökk á Tempsar bakka -
skalat hanga má hungra -
hjalmskóð roðin blóði:
rýðr eigi sá sveigir
sára lauk í ári,
hinns Grjótvarar gætir,
gunnborðs, fyrir Stað norðan.
10. Dag vas hvern þats Högna
hurð rjóðask nam blóði,
ár þars úti vórum,
Ilmr, í för með hilmi:
kneigum vér, síz vígum
varð nýlokit hörðum,
fyllar dags, í fögrum,
fit, Lundúnum sitja.
9. Hvern morgun sér konan sverð
roðin blóði á bökkum Tempsár;
hrafninn skal ekki hungra: her-
maðurinn sem gætir Steinvarar,
fyrir norðan Stað, rýður ekki
sverð sitt svo árla.
10. Dag hvern var skjöldurinn roðinn
blóði, kona, þar sem við vorum
árla úti í leiðangri með konung-
inum: nú þegar þessum hörðu
orrustum er lokið, getum við sest
að, kona, í fögrum Lundúnum.
í hvaða skilningi er kvæði á borð við þetta sagnfræði? Ég held því fram
að staða þess þurfi gaumgæfilegrar athugunar við, hvort sem við göng-
um út frá sagnritunarkenningu pósitífista eða höfnum henni og styðj-
umst þess í stað við róttæka gagnrýna kenningu. Ég ætla að ræða þessar
kenningar hvora um sig.
Samkvæmt líkani pósitífista vonumst við til að komast að sann-
leikanum í sagnfræði með því að rannsaka vitnisburð heimilda og taka
tillit til augljósrar hlutdrægni. Liðsmannaflokkur, eins og önnur kon-
ungakvæði, er svo augljóslega hlutdrægur að margir sagnfræðingar
mundu vilja afskrifa vitnisburð hans algjörlega. Kvæðið virðist samið
1017 til að minnast sigurs Knúts ríka yfir Englandi og fæst einkum við
umsátrið um Lundúnaborg 1016 og er í samræmi við aðrar heimildir
sem eigna herbragðið konunginum sjálfum. En raunar er ástæða til að
efast um að Knútur hafi verið alveg jafn sannfærandi herstjóri og
kvæðið gefur í skyn, og því hefur jafnvel verið haldið fram að Þorkell,
sjálfstæður herforingi, hafi unnið sigrana fyrir hann. Þögult samþykki
við þá skoðun mætti sjá í þeirri sérstöku mynd sem kvæðið tekur á sig:
það hefst á tiltölulega ýtarlegri og lifandi frásögn af sigri Þorkels á
Hringmararheiði 1010, sex árum fyrir „sigurvinninga” Knúts, en hins
vegar virðist umfjöllun kvæðisins um hlut Þorkels í orrustunni 1016
vera óljós, þó að við getum ekki sagt hve óljós, vegna óvissu okkar um