Skírnir - 01.04.1990, Side 17
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
11
á hvers bandi Þorkell var 1015-16. Kvæðið ýjar ekki heldur að því að
á endanum hafi það allt eins verið með samningalipurð eins og hervaldi
sem Knútur vann England.
Ef við höldum okkur við þessa augljósu hlutdrægni komumst við að
heldur dapurlegri niðurstöðu um Liðsmannaflokk. En ef við létum þar
við sitja, misstum við sjónar á gildi kvæðisins sem viðbótarheimildar
um Ulfketil og Emmu, en vera þeirra í eða við Lundúnir hefur tölu-
verða pólitíska þýðingu, og um aðstoð Valesbúa við varnarlið Lund-
únaborgar. Ég tel að við ættum að reyna að sigrast á þessum almennu
fordómum gegn heimildum af þessu tagi og hafa þá í huga það sem E.
H. Carr hefur bent á, að „engin heimild getur sagt okkur meira en það
sem höfundur heimildarinnar hélt, hvað hann (eða hún) hélt að hefði
gerst eða myndi gerast, eða ætti að gerast, eða kannski bara hvað hann
vildi að aðrir héldu að hann héldi, eða jafnvel aðeins það sem hann sjálf-
ur hélt að hann héldi“.5 Með öðrum orðum, frekar en að gera ráð fyrir
því að sumar sagnfræðilegar heimildir séu alveg lausar við hlutdrægni,
ættum við að telja að allar heimildir séu hlutdrægar að einhverju marki.
Aðalheimild okkar um tímabilið sem Liðsmannaflokkur fjallar um,
Engilsaxneska króníkan, er nú ekki lengur talin vera hafin yfir
efasemdir af þessum toga, þó að eldri fræðimenn hafi hneigst til að telja
hana svo til algildan mælikvarða á aðrar heimildir.6 Sýna má fram á að
hún sleppi ýmsu; auk þess er hún ekki bein samtímaheimild, heldur
samsett úr annálum sem hafa verið skrifaðir upp í lok hvers árs eða þar
um bil og síðan gaumgæfilega endurskoðaðir og steypt saman í eina
samfellda frásögn um 1017. Aðrar jafn ítarlegar heimildir skortir, ekki
er vitað neitt með vissu um uppruna og höfunda þeirra kafla sem eiga
í hlut, og því er mjög erfiðleikum bundið að festa hendur á innbyggðri
hlutdrægni króníkunnar. Nú er það viðurkennt að Engilsaxneska
króníkan sé mjög ítarleg heimild og að við stöndum í mikilli
þakkarskuld við þann sem setti hana saman, enda ættu sagnfræðingar
í mesta basli við að átta sig á atburðarásinni í „landvinningum" Knúts
án hennar. En við ættum jafnframt að gera okkur grein fyrir því, að það
5 E. H. Carr, What is History ?, önnur útgáfa, í umsjá R. W. Davies, London:
Macmillan, 1986, bls. 10.
6 Sjá Alistair Campbell, „Scaldic Verse and Anglo-Saxon History",
Dorothea Coke Memorial Lecture, London: University College London,
1971, bls. 13 og 15.