Skírnir - 01.04.1990, Side 18
12
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
er ekki þar með sagt að okkur leyfist að horfa fram hjá öðrum heim-
ildum þó að þær séu gagngert og sannanlega hlutdrægar eins og raun er
á um dróttkvæði. Með almennara orðalagi, við skyldum ekki ímynda
okkur að við séum að fást við tvær andstæðar og auðgreindar tegundir
heimilda, „sagnfræðilegar heimildir“ annars vegar og „áróður" hins
vegar. Allar heimildir eru einhvers konar áróður: allur áróður eins
konar heimild.
Fram að þessu hefur umfjöllun mín verið lituð af pósitífískri skoðun
á sagnritun, þar sem gert er ráð fyrir því að unnt sé að komast að
einhlítum sannleika. En nú á dögum þurfum við að taka tillit til gagn-
rýninna viðhorfa. Þannig telur Hayden White að öll sagnritun sé grein
af meiði frásagnarlistar, og A.J. Greimas brennimerkir „sagnfræðilegar
lýsingar" sem „eru enn litaðar af pósitífiskum forsendum og þykjast
lýsa fyrirfram gerðum og skipulögðum veruleika“.7
Þegar best lætur má skoða „hráefni sagnritunar", sem oft er kallað
„sögusviðið" og er langt frá því að vera fyrirfram gerður veruleiki, sem
samfellu, en þegar verst gegnir sem glundroða.8 Þeir sem líta svo á að
sögusviðið sé glundroði hneigjast til að skoða það á líkingamáli eins og
hugmynd eðlisfræðinga um „aflsvið“ og eiga þá við það sem kalla mætti
frumeindir og bylgjur sögunnar.9 Eins og Linda Hutcheon segir hefur
í kjölfar Foucaults og fylgismanna hans komið rannsókn á „ónafn-
greindum sundrunaröflum“ í staðinn fyrir „einstaka ‘nafngreinda’ at-
burði og afrek sem samræmd eru í frásögn sem horfir yfir farinn veg“.10
Upp að vissu marki hafa markalínur sagnfræðinnar alltaf verið taldar
álitamál, til að mynda skilin á milli „tímabila" mannkynssögunnar. En
þróunin í fræðunum upp á síðkastið hefur stefnt í síauknum mæli í þá
átt að véfengja greinarmun sem virðist vera öllu traustari, eins og milli
stöðugleika og breytingar, handarverka og hugarfars, leiðtoga og
7 A.J. Greimas, On Meaning. Selected Writings in Semiotic Theory, þýð. P.
J. Perron og F.H. Collins, Theory and History of Literature, 38,
Minneapolis: University of Minnesota Press, 1987, bls. 212.
8 Hayden White, Metahistory. The Historical Imagination in
Nineteenth-Century Europe, Baltimore: Johns Hopkins University Press,
1973, bls. 5; sjá einnig bls. 105-6 og 147.
9 Pamela Major Poetzl, Michel Foucault’s Archaeology of Western Culture,
Chapel Hill: University of North Carolina Press, 1983.
10 A Poetics of Postmodernism: History, Theory, Fiction, London: Routledge,
1988, bls. 97-98.