Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
13
fylgismanna. Þannig hefur mannfræðingurinn Marshall Sahlins
gagnrýnt hina „viðteknu andstæðu" milli stöðugleika og breytingar og
haldið því fram að „öll raunveruleg breyting sé jafnframt menningarleg
endursköpun".11
Afleiðing kenninga af þessum toga er sú að jafn dæmigerð og óhjá-
kvæmileg sagnfræðihugtök og leiðtogi, stéttir, stofnanir og sérstakir
„atburðir", verður að skoða sem eins konar líkingamál. Með líkinga-
málinu eru ónafngreinanlegir kraftar (forces) og öfl (impulses) sem
mynda söguna settir saman í sérstakar einingar, þeim gefið nafn og þau
persónugerð. Og jafnvel þar sem sagnfræðingar forðast frásögn af at-
burðarás og skrifa í staðinn samstæða eða kerfisbundna greinargerð,
eins og Burckhardt í hinni sígildu bók sinni um Endurreisnina eða Le
Roy Ladurie í öllu nýlegri bók sinni um trúardeilur í þorpinu
Montaillou,12 komast þeir ekki hjá því að móta greinargerð sína sem
ákveðna tegund af fléttu, til dæmis tragedíu eða kómedíu. Sagnfræði-
legar frásagnir verður því að greina á bókmenntalegan hátt ef gera á
grein fyrir fléttu, líkingamáli og annarri frásagnartækni sem White telur
að sé notuð til þess að koma skipan á sögusviðið. Eins og Hutcheon
hefur sagt, telur póststrúktúralísk söguspeki óhjákvæmilegt að taka
„nýtt tillit til samhengis, textaeðlis [...] og líkana samfelldrar sögu“.13
Ef við höfum ekki fyrr áttað okkur á bókmenntalegum grundvelli
sagnritunar, er ástæðan sú að pósitífískar forsendur hafa breitt yfir þann
þátt sem hugmyndafræði í innbyrðis samkeppni á í því að laga
sögusviðið að eigin markmiðum.14
Þessar nýju kenningar gefa þeirri hugmynd byr undir báða vængi að
hornkerlingarnar okkar, dróttkvæðin, sem hafa svo augljóslega bók-
menntalegt yfirbragð og sveigja sögusviðið á svo áberandi hátt að eðli
11 Islands of History, Chicago: University of Chicago Press, 1985, bls. 143-44.
Um vandkvæðin á að draga markalínu milli handarverka og hugarfars sjá
David N. Keightley, „Archaeology and Mentality: The Making of China“,
Representations, 18 (1987), 91-128, einkum 91 og 93.
12Jacob Burckhardt, The Civilization of the Renaissance in Italy, þýð. S.G.C.
Middlemore, London: Phaidon Press, 1960; Emmanuel Le Roy Ladurie,
Montaillou: Cathars and Catholics in a French Village 1294-1324, þýð.
Barbara Bray, London: Scolar, 1978, Penguin, 1980.
'}A Poetics of Postmodernism, bls. 97-98.
14 Christopher Norris, The Contest of Faculties. Philosophy and Theory after
Deconstruction, London: Methuen, 1985, bls. 19.