Skírnir - 01.04.1990, Síða 20
14
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
bókmenntagreinarinnar sjálfrar, kunni eftir allt saman að reynast alls
engar hornrekur, heldur einmitt talandi dæmi um hvernig menningar-
samfélög hafa sviðsett söguna.
I ljósi þessarar umræðu sést að það er orðið brýnt að skilgreina bók-
menntaleg einkenni dróttkvæða. Brýnt, en ekki að sama skapi auðvelt,
því að hvort heldur í bókmenntalegum eða sagnfræðilegum skilningi,
hafa dróttkvæðin reynst flestum okkar hefðbundu forsendum óþægur
ljár í þúfu allt frá því að þau urðu viðfangsefni skipulegrar fræðilegrar
rannsóknar. Viðbrögð nútímafræðimanna við fúkyrðum fyrri tíma
gagnrýnenda í þeirra garð eru að sönnu fagnaðarefni, en hinir fyrr-
nefndu hafa átt það til að líta um of fram hjá sögulegri hlið málanna.15
Um þessar mundir freistast menn til að skoða dróttkvæði sem kvísl af
meginstraumi „eiginlegra" evrópskra bókmennta á miðöldum og
styðjast þá við mælikvarða sem bera bæði vott um handahóf og
tímaskekkju. Þegar menn gera þetta er auðvelt að gleyma því að þeir
viðteknu mælikvarðar sem við byggjum á mat okkar á listfengi og
fegurð skáldskapar, eru mjög sennilega sprottnir upp úr skáldskap
barokktímans, „metafýsískra“ skálda eða rómantískra, módernískra
eða póstmódernískra, allt eftir okkar eigin smekk, svo ég nefni aðeins
nokkur veigamikil dæmi. Eða þá menn leita að hliðstæðum við
sjónlistir, sem að sínu leyti er allt of auðvelt að tengja módernisma eða
póstmódernisma þessarar aldar.16
Þegar í hlut á kvæði eins og Liðsmannaflokkur eru hætturnar tvær.
Önnur er sú að við tökum textann of fljótt gildan og setjum áberandi
sérkenni hans í samband við þær tegundir fagurfræði sem nú eiga mest
upp á pallborðið, sem sé móderníska eða póstmóderníska andsögu. Svo
vill til að í sumum nýrri skáldverkum greinum við, eins og Hutcheon
orðar það „ekkert eitt sjónarhorn heldur aragrúa af röddum sem ekki
er alltaf hægt að finna glöggan stað í heimi textans“.17 Og slík mynstur
15Um fjandsamleg viðbrögð við dróttkvæðum sjá t.d. tilvitnanir í E.O.G.
Turville-Petre, Scaldic Poetry, Oxford: Clarendon Press, 1976, bls. lxxiv-vi,
og Roberta Frank, Old Norse Court Poetry: The Dróttkvcett Stanza,
Islandica, 42, Ithaca: Cornell University Press, bls. 94.
16 Vel þekkt dæmi um þetta mat á dróttkvæðum er grein Stefáns Einarssonar,
„Anti-Naturalism, Tough Composition and Punning in Scaldic Poetry and
Modern Painting“, Saga Book, 16 (1963-64), 124-43.
,7A Poetics of Postmodernism, bls. 160.