Skírnir - 01.04.1990, Side 23
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
17
Ein leið, sem ég held að geti reynst notadrjúg, er að taka upp þá
hugmynd Bakhtins að texti sé samtal milli ríkjandi raddar og undir-
okaðrar raddar (eða „radda“ í báðum tilvikum). Að mestu leyti hefur
verið þaggað niður í undirokuðu röddinni eða henni vikið til hliðar,
ekki bara í einhverjum einum texta heldur í öllum varðveittum heim-
ildum um menningarheiminn. Af þessu leiðir að þegar við reynum að
búa okkur til mynd af undirokuðu röddinni, verðum við að höggva
eftir eyðum og þögnum, misræmi og öðrum smáatriðum í textanum
sem við erum með. Þessu svipar til stjörnufræðings sem getur sér til um
áður óþekkt tungl út frá misræmi í sporbaug reikistjörnu.
Sláandi dæmi um hugmyndafræðilega undirokun í Liðsmannaflokki
er hvernig hann fer með kynbundin hlutverk og staðlaðar manngerðir.
Emmu, sem var orðin eiginkona Knúts um 1017, er gagngert vikið til
hliðar í kvæðinu en ýktum hetjuskap verðandi bónda hennar skipað í
fyrirrúm. Emma er ekki nafngreind og ekki er greint frá frumkvæði
hennar að öðru leyti á þessu tímabili; eina tilvísunin til hennar er í 8.
erindi þar sem vikið er að ekkju nokkurri. Reyndar er nokkrum erfið-
leikum bundið að njörva hér niður ofríki og útilokun í kvæðinu, því að
aðrar heimildir eru líka sparar á upplýsingar um Emmu: karlröddin er
allsráðandi, eins og vænta mátti, í flestum varðveittum heimildum um
þessa menningu. Til að gera sér hugmynd um undirokuðu kvenröddina
er gagnlegt að ganga í smiðju til sagnfræðinga eins og Pauline Stafford
sem hafa sýnt fram á áhrif ýmissa kvenna sem sjaldnast eru skráð á
spjöld sögunnar.21 Sé þráðurinn tekinn upp frá þessum sagnfræðingum
og ráðið í margskonar heimildir sem standa utan kvæðisins má gera ráð
fyrir að þörf Knúts fyrir stuðning Emmu (til þess að tryggja sér örugg
yfirráð yfir Englandi) hafi verið jafn mikil og hennar fyrir hann (til þess
að halda áhrifastöðu sinni eftir lát fyrri eiginmanns hennar, Aðalráðs
konungs). Valdið var hjá hvorugu þeirra um sig, en hvort bætti hitt upp
á hinu pólitíska aflsviði í heild. í kvæðinu er breitt yfir þessa dreifingu
valdsins milli karlkyns og kvenkyns; það er einungis með því að minnst
er á Þorkel, hinn herforingjann, að gefið er í skyn að valdið hafi í raun-
inni dreifst á fleiri en einn í hinni pólitísku stöðu á þessum tíma. Tvenns
konar konur eru í kvæðinu, önnur sem nýtur verndar (norska stúlkan
21 Queens, Concubines and Dowagers: the King’s Wife in Early Middle Ages,
London: Batsford, 1983.