Skírnir - 01.04.1990, Síða 25
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN f KONUNGAKVÆÐUM
19
meira í ætt við leit Jamesons að upprunanum, að því leyti að það er að
minnsta kosti að sumu leyti almennt, og mætti kalla „sjónarhorn
hermannsins". Eins og í Darraðarljóðum er mikil, en þó ekki öll áhersla
lögð á sameiginlegar aðgerðir og almennt sjónarhorn. Þetta kemur ein-
faldlega fram í mikilli notkun fyrstu persónu fleirtölu hjá valkyrjunum
í öðru kvæðinu og „liðinu“ í hinu. Ennfremur gerir sú staðreynd að
Liðsmannaflokkur er eignaður „liðsmönnum" í Knýtlinga sögu ráð
fyrir því að kvæðið sé hópafurð (collective composition), jafnvel þótt
það kunni að vera byggt á hæpnum grundvelli. Þegar Darraðarljóð
hefjast í Njáls sögu er einnig talað um fleiri en einn höfund. Nú skal það
áréttað að ég er auðvitað ekki að segja að kvæðin séu hin ákjósanlegasta
almenningseign, í þeirri útópísku merkingu að þau feli í sér órofna
vitund samfélagsins í heild. Eins og í síðari orðræðumyndum, væri
raunhæft að finna ákveðna tjáningu á víxlverkun einstaklingsbundinna
og almennra afla í þjóðfélaginu. Slík víxlverkun er, að ég held, rituð inn
í formleg einkenni kvæða á borð við Liðsmannaflokk.
Flokkurinn einkennist af því að frásögnina virðist skorta einingu og
það í þrennu tilliti: tíð, persónum og samræmi (ég nota orðið „sam-
ræmi“ eins og Halliday og Hasan skilgreina það í athafnafræði tungu-
málsins).25 Það er ekki hægt að ímynda sér orð þess sem talar í kvæðinu
í sjálfu sér samkvæmu innbyggðu samhengi eða kringumstæðum. Þetta
er, eins og ég hef þegar bent á, í ósamræmi við kórrétta fagurfræði
nýrýninnar, sem vill samkvæmni í þessu atriði. Eg ætla nú að fjalla um
þetta þrenns konar misræmi í frásögn kvæðisins og byrja á tíðanotkun
þess.
Við sjáum að nútíð er notuð í 1.-3. erindi til þess að sýna að athöfnin
gerist í beinni nútíð. En merking tíðarinnar er óskýr, vegna þess að
sumir atburðir og athafnir sem hún tekur til vísa augljóslega fram í tím-
ann, eins og þar sem nútíðin hefur framtíðarmerkingu, eða þeir eru í
boðhætti fremur en framsöguhætti. Út frá tímaröð er þetta upphaf
sögunnar, þegar tekið er land á Englandi. I 4. erindi er hreyfingin fram
á við í tíma í átt til orrustunnar á Hringmararheiði (1010) táknuð, svo
on its Purpose, Transmission and Historical Value“, Gripla, 3 (1979),
186-203, einkum bls. 190-92.
25M.A.K Halliday og R. Hasan, Cohesion in English, London: Longman,
1976.