Skírnir - 01.04.1990, Page 26
20
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
þverstæðukennt sem það nú er, með því að skipta úr nútíð í þátíð; frá
nútímasjónarmiði er eðlilegt að ætla við fyrsta lestur að hér sé horft um
öxl. Með 5. erindi snýst kvæðið aftur yfir í nútíð og aftur truflar
tíðanotkunin okkur. Nú táknar hún tímann þegar sögumaður kvæðis-
ins ávarpar stúlku sem hlýðir á hann og státar af afrekum félaga sinna
augljóslega eftir að átökunum er lokið, síðla árs 1016. Ut frá tímaröð
ættu sögulokin að vera þarna en kvæðinu er samt ekki lokið. Hér og í
6. og 7. erindi er átökunum lýst í þátíð en í 8. og 9. erindi er aftur farið
að lýsa þeim í nútíð. 110. erindi, lokaerindinu, er tíðanotkunin eins og
í 5. erindi. Ef skoðaður er sá hluti Sexstefju sem minnst var á áðan,
sjáum við að tíðanotkunin breytist á svipaðan hátt. Þar má t.d. sjá
orðalagið „glóar fax“ og „báru búnir svírar brunnit gull“ sem lýsingu
á sama einkenni á skipi konungsins í sama erindi.
Ef alhæft er út frá þessu, má segja að í kvæðum á borð við Liðs-
mannaflokk sé tíðanotkunin í frásögninni klofin í tvær tíðir, nútíð (sem
táknar „hreina" núvitund ásamt nálægri framtíð) og þátíð (sem táknar
að sögumaður endurskapi reynsluna), í stað þess að vera höndluð á
einhlítan hátt samkvæmt einhverri venju. Ég set „hreina“ innan gæsa-
lappa, vegna þess að leysigreining (deconstructive analysis) og til-
raunasálarfræði virðast sammála um að skynhrif verði aldrei í hreinni
nútíð. Þetta þýðir að svokölluð bein skynreynsla okkar gerist í nú-
liðinni tíð, „ég hef verið að hlaupa", „ég hef verið að hugsa“ samtímis
því að áfram er hlaupið og hugsað. Auðvitað hafa menn reynt að draga
taum skynhrifa af vissu tagi, t.d. Bergson og Husserl; sá síðarnefndi
reyndi að sýna að „lifandi nútíð“ vitundarinnar skipi einmitt langtíma-
og skammtímaminningum í tímaröð og ljái þeim merkingu. Einn
þýðingarmesti greinarmunurinn sem Husserl gerir, er milli skynhrifa
og skynjunar. Fyrra hugtakið tekur til beinna (skyn)áreita, hið síðara
til upplifunar sem nær yfir lengri tíma. Framlag Jacques Derrida hefur
falist í því að sýna að þessi greinarmunur sé ekki algildur heldur sé hann
hugsmíð sem mótast af menningarheimi Husserls: Husserl verður
stöðugt, ef hann á að vera sjálfum sér samkvæmur, að fjalla um nútíðina
sem andartak samsett úr margvíslegum skynhrifum og væntingum sem
geta aldrei átt sér stað í einangraðri andrá vitundar.26 Liðsmannaflokkur
26 Sjá Christopher Norris, Deconstruction: Theory and Practice, London:
Methuen, 1982, bls. 47.