Skírnir - 01.04.1990, Síða 28
22
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
erindi kemur Úlfkell fram á sjónarsviðið jafn fyrirvaralaust og fyrri
persónur í kvæðinu; okkur skilst að „hinn harðskeytti maður“ sé
Knútur og „ósáttfús steinbygginn" sé Úlfkell. Viðmælandi og áhorf-
andi, sennilega „mærin“ kemur aftur inn í myndina með annarrar
persónu sögninni „sátt“: „þú sást“. Síðan er í örstuttu máli vikið að
ágreiningi í „liðinu“. I 7. erindi er Knútur áfram yrkisefnið og enn er
vísað til kvenkyns viðmælanda (Syn). í 8. erindi er nokkru af þessu
samræmi haldið, en nú er óljóst hvort sú „ekkja“ sem fylgist með hetju-
dáðum Knúts sé sama konan og sú sem fyrr var ávörpuð. I 9. erindi eru
ör skipti í yrkisefninu frá konunni (horna Hlökk) til hins sígilda hrafns,
til norska varðmannsins, sem nú gætir einhverrar sem er kölluð
[Steinjvör. í 10. erindi er stúlkan, Ilmur, aftur ávörpuð, eins og fyrr var
sagt. Kannski var hefð fyrir því að í kvæði af þessu tagi gæfi sögumaður
horna Hlökk skýrslu, þ. e. hinum kvenkyns eggjanda orrustunnar eða
valkyrju, er bar drykkjarhorn sem laun til hermanns sem sneri aftur
(eða horn í fleirtölu, eins og í kenningunni, og þá að ég hygg til margra
hermanna).
I þriðja og síðasta lagi skapast misræmi af notkun kenninga og heita
og víxlun í orða- og setningaröð í Liðsmannaflokki. Misræmið sem
stafar af víxlun er auðsætt í 5. og 7. erindi; einstakir kenningarhlutar
virðast svífa í lausu lofti, sviptir hefðbundnum skírskotunum og eigin
eðli. I öllu kvæðinu er sérstaklega óljóst hverjar konurnar í kvæðinu
eru. Ein þeirra er meðal annars ávörpuð sem Syn og Ilmr. Það sem er
sérstætt hér er að þessi tvö gyðjuheiti eru ekki „leiðrétt” með afmark-
andi orði: í þessari svokölluðu „hálfkenningu" er mannlegt eðli
gerandans (actant) aldrei afmarkað til fulls. Á hinn bóginn höfum við
einnig séð að til Úlfkels og jafnvel Emmu er vísað með orðum sem eru
yfirleitt höfð um jötna. í vísunni með gyðjuheitinu Syn flækja aðrir
kenningarhlutar málið enn frekar; kenningarhlutinn „elds“ gæti átt við
Syn en er vikið frá henni á síðustu stundu með orðunum „rennandi
kennir" sem þarfnast hans til þess að mynda megi fullgilda manns-
kenningu (kennir gulls (elds árinnar)). Ennfremur, ef ekki kæmi til
orðið „kennir“, bæri að taka orðin „elg rennandi" saman og væri þá
merkingin „skip“ (elgur árinnar). Niðurstaðan er röð af orðum þar sem
notkunin virðist breytast, og þar af leiðandi merkingin, eftir því sem
erindinu vindur fram. Onnur dæmi um þessa tilhneigingu að forðast