Skírnir - 01.04.1990, Page 29
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
23
skýra afmörkun þess hver gerandinn eða hluturinn (actant or object) er,
má sjá í kenningunni „glaums þollur“ í 3. erindi, sem kynni eða kynni
ekki að þarfnast uppbótar kenningarhlutans „randar", og líklega þar
sem nefnd er „Grjótvör“ í 9. erindi, en nafnið er annars staðar skrifað
„Steinvör“.27
En þó að flestar tegundir einingar, þar með talið aristótelísku eining-
arnar, séu óvirkar í Liðsmannaflokki, er samt ein tegund einingar mjög
virk. Formbrögð hins bundna máls, stef, samsetning (vísur tengdar með
endurtekningu orða og öðrum hætti) og tengsl upphafs við endi (sbr.
dag(r) í 2. og 10. erindi, Hlökk í 1. og 9.) tengja hina dreifðu og ólíku
frásagnarhluta saman í eina samræmda heild sem byggist á hljóðan
orðanna og merkingu þeirra. 17. erindi, eins og í öðrum vísum, má sýna
fram á að enda þótt misræmi sé í orðaforða og setningaskipan, saman-
borið við aðrar tegundir orðræðu, þá er sérstaklega mikið samræmi í
vísunni sem hljóðfræðilegri heild. Eða ef þetta er orðað á hefðbundnari
hátt, þá eru reglur bragarháttarins, stuðlunin og innrímið óvenjulega
strangar. Kenningarhlutarnir „baugstalls“, „lundr“, „Syn“, „elds“,
„elg“ og „rennandi" bera uppi stuðlunina eða innrímið og stundum
hvort tveggja. Við getum því sagt sem svo að það séu gagnvirk tengsl
milli misræmis í orðaforða/setningaskipun annars vegar og samræmis
í hljóðfræðilegum þáttum hins vegar. Þessi tegund einingar er þess eðlis
að gildi hennar styrkir tengslin milli skáldsins og áheyrendanna. Eins
og almennt er viðurkennt gera reglubundin hljóðskipti orðanna að
verkum að auðveldara er að leggja þau á minnið. Jafnframt hafði þessi
skipan sennilega sálræn áhrif sem erfitt er að gera sér grein fyrir nú, og
fól í sér ánægju og hugsanlega líka sefjun sem fylgir úthugsaðri eins-
leitni eða samræmi í framleiðslu hljóðs.28 Heildaráhrifin hljóta að hafa
verið af upphafinni orðræðu af mjög sérstöku tagi, sem ber með sér svip
af hátíðlegum atburði og kannski jafnvel, eins og ég ætla að reyna að
sýna fram á, helgiathöfn.
Undanfarandi greining á Liðsmannaflokki sýnir að einingu af sér-
27Um önnur sláandi dæmi um þess háttar sveigjanleika í tungumálinu í
öðrum kvæðum, sjá Frank 1978, bls. 50-52 og 57-58.
28Umræðu um að einstóna hljóð leiði í trans eða hrifningu má sjá hjá Odd
Nordland, „Shamanism as an Experiencing of the ‘Unreal’“, Studies in
Shamanism, útg. Carl-Martin Edsman, Stockholm: Almqvist & Wiksell,
1967, bls. 174.