Skírnir - 01.04.1990, Page 33
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
27
eins og „skapgerð", missa marks (bls. 113). Rof þess sem við hugsum
okkur sem „söguþráð", „skapgerð“, „sjónarhorn", o.s.frv. er þess
vegna eðlilegt.
Þessar athuganir sýna að kenningakerfið á vel heima í „ekki-ein-
stökum“ skáldskaparfræðum. Það á heima í umskiptamynstri og óljósri
sjálfsímynd. Þannig verður til að mynda óljóst hvað sverð er ef talað er
um það í sama kvæðinu ýmist sem „ljós sáranna“, „grýlukerti líkanna“,
„lax skjaldanna“ o.s.frv. Enn óljósara verður það ef skáldið grípur til
margra kenningarhluta eins og frá „tvíkenndu“ upp í „rekið“35.
Misræmi í notkun kenningarhluta, þannig að þeir nái ekki því sem við
kölluðum „samfellda myndhverfingu" eða „nýgjörvinga" (concetto) er
eins og Hallvard Lie hefur sýnt, algengt í mörgum eldra skáldskap:
hann talar um tilhneigingu til fráhvarfa í orðræðu dróttskálda.36 Einstök
dæmi um fullar kenningar eru þá dæmi um frávik innan fráhvarfs, eða
með öðrum orðum tvöfalt frávik.37 Við þetta bætist sú staðreynd að
koma má með tilbrigði við hvern kenningarhluta með fjölda heita
svipaðrar merkingar og í öllum dróttkvæðunum er lítið um að heilar
kenningar séu endurteknar. Hver meginhugmynd, eins og t.d. Óðinn
sjálfur, getur átt sér óteljandi nöfn. Með þessari geysilegu fjölbreytni í
kenningarhlutum, ljá kenningarnar skáldskapnum yfirbragð
„hamskipta“. Þar sem reglur um hljóðfræðilegt samræmi í drótt-
kvæðum virðast smám saman verða æ strangari frá og með Braga
hinum gamla, en kenningakerfið er hins vegar fullmótað á hans tímum,
þá má vera að þessi „hamskiptaeinkenni“ skáldskaparins hafi vegið
þyngra, að minnsta kosti hvað þróunina snertir.
Tilgáta sem tengir kenningakerfi dróttkvæðanna myndbreytingar-
þáttum seiðsins kemur heim og saman við það sem vitað er um
hefðbundinn hátt á að yrkja dróttkvæði. Athyglisverðan óbeinan
vitnisburð má sjá hjá Bjarna biskupi Kolbeinssyni, sem sver af sér
35Uppdrátt af þessu kerfi má sjá hjá John Lindow, „Riddles, Kennings, and
the Complexity of Skaldic Poetry“, Scandinavian Studies, 47 (1975),
311-27, á bls. 316.
36Hallvard Lie, ,,‘Natur’ og ‘Unatur’ i skaldekunsten", Avhandlingar utgitt
af Det Norske Videnskaps-Akademi i Oslo, II. Hist-filos. kl., no. 1, Oslo:
H. Aschehoug, 1957, bls. 89 o. áfr.
37Um þessa hugtakanotkun sjá Geoffrey N. Leech, A Linguistic Guide to
English Poetry, Harlow: Longman, 1969, 4. kafli.