Skírnir - 01.04.1990, Síða 35
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
29
hugarflutningi sjálfsins af skáldanna hálfu. Það sem okkur virðist vera
misræmi í textanum, kynni að stafa af þessu brotthvarfi. Eða við gætum
átt í höggi við stílbrögð sem ættu uppruna sinn í slíku brotthvarfi, eins
og kannski í fornenskum skáldskap. Stundum, eins og í fornensku
gátubókinni frá Exeter, sjáum við sjálfsveru mælandans (þ.e. þulinn eða
sögumanninn) renna saman við sjálfsverurnar í orðræðunni (þ.e.
geranda í sögunni, eins og valkyrjuna í Völuspá).40 Eftir því sem ljóðinu
vindur fram kynnu bæði skáld og áheyrendur að hafa komist í, þó ekki
nema tímabundið, sálrænt fráhvarf frá „hversdagslegum" veruleika og
yfir á fagurfræðilegt-trúarlegt svið.41 Roberta Frank hefur í umfjöllun
um nokkrar vísur eftir Eyvind skáldaspilli talað um „stöðugan dyn
stuðla og samhljóða, skírskotunar og úrfellingar, fróðleiksmola og
tengsla fortíðar og nútíðar í kenningum Eyvindar“ sem geri hann að
„sjáanda“. Mál kvæðisins myndi leiða til og skapa breytt veruleikaskyn
sem ég ætla að hafi einkennt alla reynslu af því að kveða eða hlýða á
dróttkvæði. Hugmyndin um að komast inn í sérstaka orðræðu gæti
hjálpað til að skýra hvers vegna sérstaklega flóknum kenningum er
þjappað í upphaf og stef og í hápunkta í atburðarás kvæðisins.42
Þetta eru þá nokkrar getgátur um áhrif dróttkvæða á bæði dróttina
og skáldið. Hér verðum við samt að viðurkenna að í sumum kvæðum
hafi fráhvarfið frá „hversdagslegum veruleika“ verið minna en í öðrum;
einnig eru skilin milli skáldskaparmálsins og annarrar málnotkunar
ekki eins skörp í sumum kvæðum. Ennfremur skyldum við taka eftir
því að kenningar sem byggjast á gerandnafnorði (með stofnorðum eins
og kennir eða sveigir) eru gagnsærri en aðrar tegundir kenninga og fela
í sér minni tilfinningu fyrir myndbreytingu. Eins konar gagnsæi verður
einnig til þegar heil setning, helmingur eða jafnvel vísa byggist á
kenningu sem grundvallast á einu orðasambandi, því bragði sem er
40 Um hugtakanotkunina hér sjá Anthony Easthope, Poetry as Discourse,
London: Methuen, 1983, bls. 40-47 og Margaret Clunies Ross, „Voice and
Voices in Eddaic Poetry", Poetry in the Scandinavian Middle Ages, bls.
43-54.
41Tilfærsla af þessu tagi og andstæðurnar „heilbrigð skynsemi“-
„trúarlegur“-„fagurfræðilegur“ eru rædd hjá Clifford Geertz, The
Interpretation of Cultures, New York: Basic Books, 1973, bls. 109-23.
42Edith Marold, Kenningkunst. Ein Beitrag zu einer Poetik der Skalden-
dichtung, Berlin: De Gruyter, 1983, bls. 213.