Skírnir - 01.04.1990, Page 37
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
31
ráðandi (borgaraleg hetja) eða útlagi (firrtur listamaður) orðið að
sérstökum veruleika, smíðað úr efniviði þjóðfélagssamfellunnar. Frekar
ber að hugsa sér að hið einstaklingsbundna og ekki-almenna hafi líklega
„alltaf þegar“ verið til í vitund mannsins. Stundum leikur vafi á stöðu
hetjunnar í frumstæðum samfélögum, hún er hvorki fyllilega innan né
fyllilega utan heildarinnar, og þess vegna eðlilegt að lofkvæði, söguljóð
og hliðstæðar bókmenntagreinar beinist að henni. Á hinn bóginn hefur
geta mannfélaga til að skapa sér útlaga líklega ævinlega haft þýðingu
fyrir afkomuna, þróunarlega séð, í samspili menningar og erfða. Það
virðist því skynsamlegt að hugsa sér alla fjóra hluta táknhyrningsins
sem „alltaf þegar“ til staðar og hafna einhliða tíma- eða flokkunarröð
þar sem „almennt" og „ekki-einstakt“ jafngildir „eldra“, en „einstakt“
og „ekki-almennt“ jafngildir „yngra".
Hugsum okkur þá þjóðfélag víkingaaldarinnar sem „aflsvið" þar
sem öll horn táknhyrningsins eru til staðar í framleiðsluhættinum og
þar af leiðandi í orðræðunni. Bætum við þetta að dróttkvæði virðast
öðlast sinn sérstaka orðaforða, setningaskipan og hljóðfræðileg ein-
kenni á tíma þegar innri þjóðfélagsbreytingar eiga sér stað (sameining
Noregs) og ytri hugmyndafræðileg áhrif (ýmiskonar snerting við
kristnina). Þegar hlutverk bókmennta á slíkum tímum er hugleitt kynni
að vera vænlegt að grípa til aðferða mannfræðinnar. Ég hef í huga
hvernig Lévi-Strauss túlkar andlitsmálun Caduveo-indíána. Hann
hugsar sér Caduveo sem hefðbundið samfélag undir nægilega miklu
áreiti frá átökum og mótsögnum ættbálkaskipulags síns til þess að búa
til lausnir á málum sem hugtakaforði þess ræður ekki við á sviði
skreytilistar og goðsagna.45. Á sama hátt mætti, í skandinavískum þjóð-
félögum til forna, líta svo á að átök þjóðfélagsafla taki á sig mynd í
orðum í skáldskaparfræðum dróttkvæða. Ef undan eru skilin nokkur
kvæði eftir Sighvat og fáeina samtímamenn hans, samin á tímum
kristinna viðhorfa, minna dróttkvæði almennt með kenningakerfi sínu
og setningaskipan á þjóðfélagsathafnir sem tengjast seiði og helgisiðum.
Ef við lítum á málið með Janusar-minni Engsters í huga, mætti varpa
því fram að dróttkvæði hafi sérstaklega ýtt undir þær tilhneigingar sem
45 Claude Lévi-Strauss, Tristes Tropiques, þýð. John og Doreen Weightman,
Harmondsworth: Penguin, 1976, bls. 247-56; sjá Jameson, The Political
Unconscious, bls. 79.